Styrjaldir og kreppa

b 58 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta Frumstæð áróðursmynd í kosningabaráttu Alþýðuflokksins fyrir alþingiskosningar 1919. Alþýðuflokkurinn siglir fremstur á leið til Alþingis. Í stafni stendur maður einkenndur Ó.F. og er þar kominn Ólafur Friðriksson, einn af forystumönnum flokksins á fyrstu árum hans. Íslenskir sósíalistar tóku brátt að sækja þing þess, þó að Alþýðuflokkurinn gengi aldrei í Komintern og tæki aldrei upp byltingarstefnu. En margir flokksmenn urðu kommúnistar og héldu því fram að valdastéttin, borgarastéttin eins og hún var oft kölluð, mundi aldrei láta völdin af hendi á friðsamlegan hátt, jafnvel þótt sósíalistar næðu þingmeirihluta í kosningum. Næsta áratug störfuðu jafnaðar­ menn og kommúnistar saman í Alþýðu­ flokknum en samkomulag þeirra varð sífellt verra. Jafnaðarmenn voru alltaf fjölmennari og réðu stefnu flokksins að mestu leyti. Á þingi Alþýðusambandsins (og Alþýðuflokksins) í nóvember 1930 sauð loks upp úr. Kommúnistar gengu út af þinginu og stofnuðu Kommúnista­ flokk Íslands. Eftir að það gerðist voru fjórir stjórnmálaflokkar á Íslandi. Tölurnar sýna atkvæðafjölda þeirra í alþingiskosningum árið 1931 og þingmannafjölda eftir þær: Alþýðuflokkur 6.198 atkvæði 4 þingmenn Framsóknarflokkur 13.845 atkvæði 23 þingmenn Kommúnistaflokkur 1.165 atkvæði 0 þingmenn Sjálfstæðisflokkur 16.891 atkvæði 15 þingmenn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=