Styrjaldir og kreppa

a Titanic kostaði 1,5 milljón bresk pund. Það var dýrasta farþegaskip sem þá hafði verið smíðað. Skipið var 269 metra langt með sjö þilför og rúm fyrir meira en 2.000 farþega. 4 STYRJALDIR OG KREPPA : Titanic - samfélag í smækkaðri mynd Þann 10. apríl árið 1912 lagði stærsta farþegaskip í heimi af stað í fyrstu ferð sína yfir Atlantshafið. Skipið hét Titanic og var dýrasta og íburðarmesta skip sem nokkru sinni hafði verið smíðað. Um borð í því voru íþróttasalir, sundlaug, bókasafn, glæsilegar káetur, kaffihús og veitingastofur. Titanic var kallað „skipið sem getur ekki sokkið“. Samt gerðist einmitt það. Aðfaranótt 15. apríl rakst skipið á borgarísjaka á Atlantshafi og tveimur og hálfum tíma síðar sökk það í ískalt hafið. Um 1.500 manns drukknuðu eða króknuðu úr kulda. Sagan um Titanic hefur dregið að sér athygli fólks alla tíð síðan. Hvað getur hún sagt okkur um samfélagið í upphafi 20. aldar? Titanic – samfélag í smækkaðri mynd

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=