Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta 57 Í norsku verkalýðs- hreyfingunni urðu kommúnistar afar öflugir og tóku völdin í nokkur ár í flokki sósíal- demókrata, Arbeiderpartiet. Hér er fáni verka- lýðshreyfingarinnar í Rjukan frá árinu 1917. Jón Baldvinsson var kosinn forseti Alþýðusam- bands Íslands, og þar með formaður Alþýðu- flokksins, haustið 1916. Hann gegndi því starfi í næstum 22 ár, til dauðadags 1938. heima í Reykjavík. Þeir voru því ekki félagsmenn í Dagsbrún og töldu sig ekki skylduga að leggja niður vinnu og hætta að fá kaup á meðan til þess að verja kjarasamninga Dagsbrúnarmanna. Það hefði tekið styttri tíma fyrir verkamenn að sigra í deilunni ef þeir hefðu getað fengið alla til að taka þátt í verkfallinu. Því var talið nauðsynlegt að stofna samband verkalýðsfélaga um allt land. Það var gert árið 1916. Þá stofnuðu sjö verkalýðsfélög Alþýðusamband Íslands. Samhliða var stofnaður stjórnmálaflokkur með nafninu Alþýðuflokkur . Jafnaðarmenn og kommúnistar Alþýðuflokkurinn var jafnaðarmanna­ flokkur. Flokksmenn vildu jafna kjör landsmanna. En orðið jafnaðarmaður var líka notað til að þýða danska orðið socialdemokrat, sem er sett saman úr orðunum socialist og demokrat. Hvað socialist merkir vita nemendur eftir að hafa lesið kaflann hér á undan. Kannski vita þeir líka að demokrat er sá sem vill lýðræði. Sósíaldemókrati er því fólk sem vill koma á sósíalisma á lýðræðislegan hátt, með því að kjósa sósíalista á þing og lögleiða sósíalisma. Íslenski Alþýðuflokkurinn bauð fram við alþingiskosningar strax árið 1916 og fékk einn mann kosinn. Árið eftir tóku kommúnistar völdin í Rússlandi með byltingu. Þar hafði ekki verið lýðræði og þess vegna útilokað að ná völdum með lýðræðislegum hætti. En eftir byltinguna fengu margir sósíalistar í öðrum löndum trú á að rétta leiðin væri að taka völdin og koma á sósíalisma með byltingu. Kommúnistar í Rússlandi stofnuðu alþjóðasamtök kommúnistaflokka, Komintern.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=