Styrjaldir og kreppa

b Flokkur verkamanna sem vann við grjótnám í Öskjuhlíð vegna Reykjavíkurhafnar. Stéttabarátta á Íslandi Internasjónalinn Eitt af táknum verkalýðshreyfingar og sósíalisma er alþjóðlegi baráttusöngurinn Internasjónalinn, ljóð eftir Frakkann Eugéne Pottier við lag eftir landa hans Adolphe De Geyter. Sveinbjörn Sigurjónsson þýddi á íslensku: Fram, þjáðir menn í þúsund löndum sem þekkið skortsins glímutök. Nú bárur frelsis brotna á ströndum, boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum. Bræður, fylkjum liði í dag. Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. Þó að framtíð sé falin grípum geirinn í hönd, því Internationalinn mun tengja strönd við strönd. 56 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta Um aldamótin 1900 voru Íslendingar enn frumstæð og fátæk þjóð. Iðnvæðing var tæpast byrjuð. Vélar voru lítið notaðar þangað til farið var að setja mótora í fiskibáta og gufuvélar í togara rétt eftir aldamótin. Flestir landsmenn bjuggu í sveitum og voru annaðhvort bændafólk (bændur og húsmæður) eða vinnufólk. En þéttbýlið fór vaxandi og þar fór fólk að stofna stéttarfélög á árunum í kringum aldamótin. Prentarar í Reykjavík stofnuðu félag, skósmiðir og trésmiðir líka. Sjómenn og ófaglært verkafólk stofnuðu einnig félög. Öll höfðu þau það markmið að bæta kjör félagsmanna. Stundum gerðu þau það með því að krefjast hærri launa. Ef því var neitað, og jafnvel hótað að lækka launin, þá var stundum gripið til verkfalls. Vinnudeila og Alþýðusamband Árið 1913 var byrjað að vinna við nýja höfn í Reykjavík. Danskur verktaki sá um framkvæmdina og réð íslenska verkamenn í vinnu. Þá hafði verið stofnað í Reykjavík verkamannafélag sem hét Dagsbrún. Félagið hafði gert samning við atvinnurekendur í bænum um kaup en verktakinn við hafnargerðina neitaði að borga það nema verkamenn ynnu allt að tólf tíma á dag án þess að fá yfirvinnukaup. Verkamenn fóru í verkfall og lögðu niður vinnu í tvo mánuði. Þá gafst verktakinn upp og féllst á að borga jafnhá laun og aðrir atvinnurekendur í bænum. Vinna við hafnargerðina lagðist samt ekki alveg niður af því að þar unnu verkamenn sem áttu ekki NÆRM Y N D Verkfall: Þegar starfsfólk neitar að vinna til að knýja fram betri kjör. Ef atvinnurekendur neita að láta starfsfólk sitt vinna, og borga þeim ekki kaup, er það kallað verkbann .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=