Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta 55 Kjarni * Í mars 1917 gerði fólk uppreisn í Rússlandi og rak stjórn keisarans frá völdum. Byltingin varð vegna þess að keisaranum var kennt um kjaramun milli fólks og pólitíska undirokun. Síðan var mynduð ný stjórn. En í nóvember sama ár gerðu kommúnistar byltingu, ráku nýju stjórnina frá völdum og mynduðu sína eigin ríkisstjórn. Þessir atburðir í mars og nóvember 1917 kallast rússneska byltingin. Fáni Rússlands að ofan, fáni Sovétríkjanna að neðan. Sovétfáninn var tekinn í notkun eftir að Rússlandi var breytt í Sovétríki árið 1924. Þegar Sovétríkin voru leyst upp, árið 1991, var fáni Rússlands tekinn í notkun aftur. * Á þriðja áratug 20. aldar gáfu kommúnistar rússneska ríkinu nafnið Sovétríkin. Eftir valdabaráttu í Kommúnistaflokknum varð Stalín nýr leiðtogi ríkisins. * Til þess að gera Sovétríkin að öflugu iðnaðarlandi var fólk látið vinna afar mikið án þess að það fengi nokkuð sérstaklega mikið fyrir það. * Til að fólk sætti sig við þessi lífskjör stunduðu kommúnistar áróður. Þeir sem sættu sig ekki við þau voru fangelsaðir, drepnir eða sendir í vinnuþrælkun. Heimildavinna 32 Lestu klausuna eftir Ninu Lugovskaja á bls. 52. a Lýstu reynslu hennar af Sovétríkjunum undir stjórn Stalíns. b Þegar yfirvöld í Sovétríkjunum fundu dagbókina var strikað undir í textanum og skrifað á spássíu: andbyltingarsinnað. Síðan var Nina rekin úr landi með fjölskyldu sinni. Hvað merkir að eitthvað sé andbyltingarsinnað? Leitaðu upplýsinga á netinu. c Hvers vegna ráku kommúnistar Ninu og fjölskyldu hennar úr landi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=