Styrjaldir og kreppa

b 54 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta Finndu svar 14 Hvers vegna var Nikulás keisari 2. sviptur völdum? 15 Hvaða byltingar eru það sem við köllum einu nafni rússnesku byltinguna? 16 Hvað gerðist í byltingunum tveimur? 17 Hvaða afleiðingar hafði stofnun samyrkjubúanna 1929? 18 Hvaða boðskap reyndu kommúnistar að koma á framfæri í áróðri sínum? 19 Hvað var gert við andstæðinga Stalíns? 20 Hvers vegna heldur þú að Stalín hafi verið kallaður „rauði keisarinn“? Umræðuefni 21 Hvaða munur er á kommúnisma Karls Marx og Stalíns? 22 Hvaða áhrif hefur kommúnisminn í heiminum nú á dögum? 23 Gætu kommúnistar gert byltingu á Íslandi núna? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? 24 Eru enn til stjórnkerfi sem kúga fólk? Finndu dæmi um lönd þar sem valdhafar kúga íbúana. Hvers vegna heldur þú að þeir geri það? Viðfangsefni 25 Skrifaðu aðra frásögn af árásinni á Vetrarhöllina þar sem hún mistekst. Finndu í heimildum upplýsingar um árásina og notaðu þær í frásögnina. 26 Skoðaðu línuritið á bls. 50 sem sýnir íbúafjölda og efnahagsþróun Sovétríkjanna: a Hve margir áttu heima í Sovétríkjunum á árunum 1929–38? b Hve mikill vöxtur var í iðnaði í samanburði við kornyrkjuna? c Hve margir voru reknir úr Kommúnistaflokknum á árunum 1929–38? 27 Notaðu heimildir eins og netið og fræðibækur til að komast að því hvað gerðist í Moskvuréttarhöldunum. Skrifaðu síðan þrjár setningar með staðreyndum um réttarhöldin. 28 Myndið hópa fjögur saman og búið til myndir af eftirtöldu: a Árásinni á Vetrarhöllina. b Verksmiðjuverkafólki. c Moskvuréttarhöldunum. d Lífinu í Gúlaginu. 29 Búið til kynningu um Gúlagið í Sovétríkjunum á dögum Stalíns. Þar verða að vera bæði myndir og texti og munið að það verður að vera samhengi á milli texta og mynda. 30 Skoðið fána Rússlands og Sovétríkjanna á bls. 55. Notið netið eða fræðirit til að komast að því hvað hamarinn og sigðin í fána Sovétríkjanna tákna. Þjálfið hugann 31 Eitt orð á ekki heima með hinum: a Skoðanafrelsi – Moskvuréttarhöldin – kúgun – Gúlag. b Sovétríkin – Moskva – lýðræði – Stalín.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=