Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta 53 Gúlagið, vinnubúðir Sovétríkjanna Stjórn Sovétríkjanna starfrækti fjölda vinnubúða sem eru kallaðar Gúlag. Þar var fólk lokað inni og neytt til þrælkunarvinnu, meðal annars í kola- og gullnámum og í skógarhöggi. Fangarnir urðu að vinna mikið, þeir fengu lítið fæði og lítið af fötum og margir dóu úr þreytu, vannæringu og sjúkdómum. Strax árið 1918 lét Lenín stofna vinnubúðir fyrir „óæskilegar persónur“, einkum þá sem voru á móti byltingunni. Þannig hélt hann áfram þeim sið keisarastjórnarinnar að halda fólki í nauðungarvinnu. Nauðungarvinnubúðir áttu raunar enn lengri sögu í Rússlandi. Á 18. öld, Fram að dauða Stalíns árið 1953 voru Gúlag- búðirnar þrælavinnubúðir. Síðar var tekið að breyta þeim í fangelsi fyrir afbrotamenn og pólitíska andófsmenn. Þessi mynd er frá fangabúðum í nánd við Úralfjöll, tekin 1989. þegar Pétur mikli keisari vildi byggja borgir, skipaði hann undirmönnum sínum að útvega sér þjófa frá ólíkum hlutum landsins. Sjónarvottur, Jelena Vladimirova, segir frá: Þeir sem eru veikir, óvinnufærir eða of veikburða til að geta unnið í námunum eru sendir niður í Kolyma til að höggva tré. Það er svo einfalt þegar það er skrifað á pappír. En ég get ekki gleymt sleðalestinni á ferð yfir snjóinn og manneskjunum sem eru spenntar fyrir og þrýsta innföllnum brjóstkössum fram, þær draga kerrurnar. Ýmist stansa þær til að hvíla sig eða ramba í bröttum brekkunum. [...] Þungar byrðarnar velta niður brekkuna og hvenær sem er geta þær velt manneskjunum. [...] Hver hefur ekki séð hest hrasa? En við, við höfum séð fólk í aktygjum [...] Eftir að Stalín komst til valda voru sífellt fleiri sendir í Gúlagið. Um 28 milljónir voru í þessum búðum í lengri eða skemmri tíma. Fyrstu mennirnir í Gúlagi Stalíns voru stórbændur. Síðan kom þangað fólk úr öðrum stéttum. Þeirra á meðal voru verkamenn, skrifstofumenn, hermenn og prestar. Um þrjár milljónir manna dóu í búðunum. Stjórnin átti að stjórna öllu Stjórn Stalíns vildi ráða yfir öllu sem gerðist í samfélaginu. Þar voru til dæmis strangar reglur um leikhús, kvikmyndir og bókmenntir. Listirnar áttu ekki að gagnrýna heldur draga fram það góða við kommúnismann. Ef einhver bjó til kvikmynd eða skrifaði bók með gagnrýna afstöðu til kommúnismans gat hann átt von á að vera fangelsaður, drepinn eða sendur í þrælkunarvinnu. Kópeki: Rússnesk mynteining. 100 kópekar = 1 rúbla. NÆRM Y N D Borgarastétt: Þjóðfélagsstétt einkum kaupmanna og iðnaðarmanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=