Styrjaldir og kreppa

b Hversdagslíf Sextán árum eftir rússnesku byltinguna, 21. ágúst 1933, skrifaði rússnesk stúlka, Nina Lugovskaja, í dagbók sína: 60 kópekar fyrir eitt kíló af brauði! 50 kópekar fyrir lítra af steinolíu! Moskva urrar. Í biðröðunum standa reiðar, soltnar manneskjur sem skammast út í stjórnina og bölva tilverunni. Hvergi heyrir maður eitt einasta orð til varnar fyrir kommúnista [...] Svo eru einkabúðir sem hafa mikið vöruúrval [...] Þar stendur við afgreiðsluborðið hópur af vel klæddum fínum frúm sem tilheyra því sem er kallað Sovétaðallinn (í algerri leynd auðvitað) [...] Söguheimildir á netinu Á netinu er hægt að finna margar og margvíslegar heimildir. Í mörgum löndum hafa opinberar upplýsingar verið gerðar stafrænar og aðgengilegar fyrir hvern sem er. Söfn, samtök og einstaklingar bjóða líka upp á athyglisverðan fróðleik. Vandamálið við að nota netið sem heimild um fortíðina er að erfitt getur verið að sjá hvaða heimildir eru áreiðanlegar. 1 Notaðu leitarvél á netinu til að finna fimm staði þar sem sagt er frá kommúnismanum á ólíkan máta. 2 Er hægt að treysta á þessar fimm vefsíður? Til að svara því má athuga þetta: a Hver gefur efnið út á netið? Er það til dæmis einstaklingur, opinber aðili eða félagsskapur? b Í hvaða tilgangi er síðan búin til? Til að selja eitthvað, til að veita upplýsingar eða til skemmtunar? c Hvernig lítur vefsíðan út? Er til dæmis vísað í heimildir? Er vísað í frekari fróðleik? Er dagsetning á útgáfu vefsíðunnar? d Hvernig kemur það sem þú lest á netstaðnum heim við aðra netstaði og aðrar heimildir, til dæmis fræðibækur? 3 Notaðu vefsíðurnar fimm og hugsanlega aðrar heimildir til að útskýra hvers vegna kommúnisminn þróaðist eins og hann gerði. 52 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta Úr því að næstum allir peningar í Sovétríkjunum voru notaðir til að byggja upp iðnað var lítið eftir til að kaupa mat, klæði og húsnæði. Þeir sem voru í háum stöðum í Kommúnistaflokknum bjuggu hins vegar í glæsilegum húsum, höfðu há laun og meira en nóg af mat og fötum. Þó að kommúnisminn héldi því fram að öllum auðæfum ætti að skipta jafnt var mikill munur á lífskjörum fólks. Til að sýna fólki að kommúnisminn væri samt bestur fyrir Sovétríkin beitti stjórn Stalíns áróðri: útvarpssendingar, fjöldafundir, ræður, dagblöð og veggspjöld voru notuð til að breiða út boðskapinn um að allir ættu að fórna sér fyrir kommúnismann til að lífið yrði betra. S É R S V I Ð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=