Styrjaldir og kreppa
b Línuritið sýnir verga landsframleiðslu, fólksfjölgun, vöxt í korn- og iðnvöruframleiðslu og fjölda þeirra sem urðu fyrir ofsóknum stjórnvalda á tíu ára tímabili af valdatíma Stalíns. 50 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta Á árunum upp úr 1930 sultu milljónir manna í hel í Sovétríkjunum. Þessi mynd er tekin nærri ánni Volgu í rússnesku byltingunni. BÚFJÖLDI OG EFNAHAGSÞRÓUN Í SOVÉTRÍKJUNUM 1928–1938 Verg landsframleiðsla í milljörðum króna (verðlag ársins 1937) Fólksfjöldi (milljónir) 220 180 200 160 120 140 100 80 40 20 0 1929 11 % 170 000 9 % 170 000 5 % 2 % 100 000 70 000 18,5 % 792 000 Pólitískar hreinsanir Kommúnistaflokksins 1931 1933 1935 1937 1938 Fjöldi þeirra sem voru ofsóttir 60 Kornyrkja (milljónir tonna) Iðnaðarvöxtur á ári (í prósentum) Við erum fimmtíu eða hundrað árum á eftir þróuðu löndunum. Við verðum að ná þeim á tíu árum. Annaðhvort gerum við það eða við missum völdin. Í því skyni að útvega peninga til að byggja upp iðnað var ákveðið að mestur hlutinn af korninu sem bændur framleiddu skyldi seldur til útlanda og andvirðið notað til að byggja verksmiðjur og raforkuver. En kornið var framleitt á litlum sveitabýlum og erfitt að ná í það. Til að geta haft betra eftirlit með kornframleiðslunni voru bændur neyddir til að sameinast í stórum samyrkjubúum. Samkvæmt kommúnismanum áttu menn að eiga og reka allt í sameiningu. En eftir að bændur voru neyddir til að afsala sér kornframleiðslunni sultu milljónir manna í hel í sveitum landsins á árunum upp úr 1930. Eftir að Stalín komst til valda jókst iðnaðarframleiðslan og verkamönnum í iðnaði fjölgaði. Á iðnaðarstöðum spruttu upp nýir bæir. En verkamenn urðu að vinna mikið fyrir lág laun. Margir iðnverkamenn urðu líka fyrir vinnuslysum vegna þess að öryggis- reglur voru frumstæðar. En verkamenn gátu lítið gert þó að þeir væru óá- nægðir. Verkföll voru bönnuð. Verg landsframleiðsla: Heildarframleiðsla samfélags sýnir í grófum dráttum hve auðugt það er.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=