Styrjaldir og kreppa

b Jósep Stalín (1878–1953). Stalín er rússneskt orð sem merkir „stálmaðurinn“. Það á vel við Jósep Stalín. Hann var þekktari fyrir að beita hörku en samræðum og fortölum til að ná vilja sínum fram. STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta 49 Árið 1917 streymdi fólk út á göturnar til að sýna óánægju sína með keisarastjórnina. Andstaðan gegn henni var orðin svo mikil að ekki var hægt að stöðva hana. Vetrarhöllin í St. Pétursborg. Áður en nýja stjórnin fluttist þangað inn var hún bústaður keisarans og fjölskyldu hans. Höllin er svo stór og skrautleg að jafnvel glæsilegustu hallir eru smáar í samanburði við hana. Í Vetrar- höllinni eru yfir 1.000 herbergi, fyllt af marmarastyttum, gullskrauti og listaverkum. Nú hefur verið opnað þar safn. Þjóðin hefur þörf fyrir frið, þjóðin hefur þörf fyrir brauð, þjóðin hefur þörf fyrir jörð. Og það eina sem stjórnin [sem tók við eftir keisarann] gefur henni er stríð, sultur og höfðingjar [...] Aðfaranótt 8. nóvember 1917 réðust kommúnistar á Vetrarhöllina, þar sem nýja stjórnin hafði aðsetur, og hrifsuðu völdin. Þeir gerðu jarðeignir ríkra jarðeigenda upptækar og skiptu þeim á milli bænda. Þeir veittu verkafólki meiri völd í verksmiðjum. Auk þess drógu þeir rússneska ríkið út úr stríðinu. Byltingin var kölluð októberbylting því að Rússar notuðu annað tímatal en við gerum og hjá þeim var enn október. Hún var önnur byltingin í Rússlandi, en þegar við segjum „rússneska byltingin“ meinum við bæði byltinguna í febrúar og í október skv. rússneska tímatalinu. Sovétríki Stalíns Í hverju byggðarlagi Rússlands komu kommúnistar á fót stjórnarstofnunum sem þeir kölluðu sovét. Síðar ákváðu þeir að kenna ríki sitt við þessar stofn­ anir og kalla það Sovétríki. Árið 1924 varð Lenín dauðveikur. Þá kom upp valdabarátta um hver ætti að taka við af honum. Í henni sigraði maður að nafni Jósep Stalín. Hann hafði eitt sérstaklega mikilvægt mark­ mið. Hann vildi gera Sovétríkin að nútímalegu iðnríki. Í ræðu sagði hann:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=