Styrjaldir og kreppa

b Lenín talar til fólks eftir að kommúnistar tóku völdin árið 1917. 48 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta Tvær byltingar Kommúnistar koma marsbyltingunni af stað Eftir 1914 varð lífið enn þá verra en áður fyrir rússneskan almenning. Það ár byrjuðu Rússar að berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Brátt varð svo mikil þörf fyrir vopn að keisarinn ákvað að verksmiðjurnar skyldu framleiða þau í staðinn fyrir brauð, klæði og búsáhöld. Fólk gat ekki lengur náð í það sem það þurfti til að lifa af. Matarskortur leiddi til kreppu og örvæntingar – eitthvað varð að gera. Þann 15. mars 1917 safnaðist margt fólk saman í St. Pétursborg og ákvað að fara í verkfall. Þegar verksmiðjufólk fór í verkfall voru ekki framleiddar vörur. Það var erfitt fyrir stríðsrekstur keisarans. Hann skipaði hermönnum að bæla uppreisnina niður en það gekk ekki eins vel og hann hafði ætlað. Hermennirnir voru alveg eins óánægðir og uppreisnarmenn, enda máttu þeir búast við að vera sendir út í stríðið án nægra vopna eða matvæla. Nú slógust þeir í hópinn með verkfallsmönnum og gerðust uppreisnarmenn sjálfir. Þegar keisarinn hafði hvorki stuðn- ing almennings né hersins neyddist hann til að leggja niður völd. Ný ríkis- stjórn var mynduð af fulltrúum frá mörgum ólíkum flokkum. Flestir þeirra komu úr miðstétt og vildu bara gera litlar breytingar á samfélaginu. Kommúnistar taka völdin í nóvember Kommúnistar, undir forystu Leníns, urðu sífellt óánægðari með nýju stjórnina. Henni tókst ekki að minnka lífskjaramun fólks. Hún efndi ekki til kosninga og ekki dró hún Rússland út úr fyrri heimsstyrjöldinni. Svona gagnrýndi Lenín nýju ríkisstjórnina:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=