Styrjaldir og kreppa

STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta 47 a Kjarni * Í upphafi 20. aldar var mikill munur á lífskjörum fólks í Rússlandi. Margir voru óánægðir með stjórnanda ríkisins, Nikulás keisara 2., af því að hann gerði ekkert til að draga úr þessum mun. * Strax árið 1848 hafði Karl Marx þróað hugmyndafræði sem fjallaði um þess háttar lífskjaramun. Hugmyndafræðina kallaði Marx kommúnisma. Þar var því haldið fram að hinir ríku og voldugu arðrændu verkafólk og að verkafólk ætti að gera byltingu til að eignast betra líf. * Margir verkamenn og menntamenn urðu fyrir áhrifum af þessum hugmyndum og þeir héldu fundi til að ræða hvernig þeir gætu skapað betra samfélag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=