Styrjaldir og kreppa
a Þjálfið hugann 10 Bannorð Vinnið tvö og tvö saman og veljið eitt orð til að útskýra. a Útskýrið orðið hugmyndafræði. Þið megið ekki nota neitt þessara orða: kommúnismi, frjálshyggja, nasismi, fasismi, jafnaðarstefna. b Útskýrið orðið kommúnismi. Notið ekki orðin hugmyndafræði, bylting, vald, stjórn, eftirlit. 11 Eitt orðanna á ekki heima með hinum: a Kapítalisti – Nikulás 2. – aðalsmaður – verkamaður. b Vetrarhöllin – Moskva – St. Pétursborg – París. Heimildavinna 12 Árið 1920 hélt Lenín ræðu yfir ungu fólki. Lestu klausuna úr ræðunni á bls. 44. a Hvað taldi Lenín að þyrfti að gera í Rússlandi? b Hverjir töpuðu mestu og hverjir högnuðust mest á að því yrði komið til leiðar sem Lenín vildi? 13 Í kaflanum segir meðal annars að mikill munur hafi verið á kjörum fólks í Rússlandi og stéttskipting hafi verið mikil. a Hverjar voru helstu ástæður þessar erfiðu lífskjara? b Kynntu þér hvernig rússneskt samfélag var á þessum árum. eskt samfélag á þessum tíma? 46 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta Finndu svar 1 Lýstu lífskjörum alþýðufólks í Rússlandi í byrjun 20. aldar. 2 Hvernig var stjórnkerfi Rússlands meðan keisarinn var þar við völd? 3 Hver eru aðalatriðin í hugmyndafræði kommúnista? 4 Hvers vegna leist mörgum Rússum vel á hugmyndafræði kommúnista? 5 Hver var Lenín? Umræðuefni 6 Hvað finnst þér um hugmyndafræði kommúnista? Viðfangsefni 7 Hugsaðu þér að þú sért unglingur í Rússlandi í upphafi 20. aldar. Skrifaðu frásögn um einn dag í lífi þínu. Byrjaðu á að segja frá einhverju vandamáli og segðu svo frá því helsta sem kemur fyrir þig vegna þessa vandamáls. Segðu í lokin hvernig vandamálið er leyst. Notaðu heimildir, til dæmis námsbók, netið og fræðibækur. 8 Skrifaðu tvær blaðagreinar um kommúnisma, aðra með honum en hina á móti. 9 Finndu þrjár heimildir í kaflanum sem segja frá ólíkum lífskjörum fólks í Rússlandi. Hvernig sýna þessar heimildir að það var lífskjaramunur? Mundu að heimildir þurfa ekki að vera skrifaðar; þær geta til dæmis verið myndir eða einhvers konar myndrit.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=