Styrjaldir og kreppa
Lenín hafði lesið um skoðanir Marx og þróað þær áfram. Marx hafði séð fyrir sér að bylting kommúnista hlyti að byrja í iðnþróuðu landi með stóra verkalýðsstétt en Lenín leit öðruvísi á það. Allir sem væru kúgaðir, verkamenn, bændur og vinnufólk í sveitum, yrðu að gera byltingu. Og gagnstætt Marx taldi Lenín að kommúnistar yrðu að velja lítinn hóp til að taka ákvarðanir fyrir alla hina. Ef allir væru með í að taka ákvarðanir leiddi það til upplausnar. STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta 45 a Kapítalistar: Þeir auðugu og voldugu, svo sem verksmiðjueig endur og kaupmenn. Bylting: Þegar samfélag breytist algerlega á stuttum tíma, einkum þegar stjórn þess er sett af með valdi. Arður: Gróði, hagnaður, einkum gróði sem menn hafa af eignum sínum. NÆRM Y N D Kynnist Kötu kommúnista – Hvað mundir þú gera ef þú stjórnaðir öllum heiminum? – Ég mundi stofna stéttlaust samfélag þar sem allar manneskjur væru taldar jafngildar og allir starfsmenn ættu verksmiðjurnar saman. – Hverjir ættu einkum að fá að stjórna? – Verkafólk á að taka völdin af kapítalistunum, með valdi ef nauðsyn krefur! – Hvað á ríkisvaldið að gera? – Ríkisvaldið á að vera sterkt og sjá um að allir fái atvinnu, fæði og húsnæði og að enginn vinni gegn byltingunni og kommúnismanum. – Hvert er uppáhaldsorð þitt? – Bylting. – Uppáhaldslitur? – Rauður. – Með hverjum vildir þú helst hafa lokast inni í lyftu? – Karli Marx því að það var hann sem fann upp kommúnismann. Þá hefði ég fengið að heyra enn þá meira um hugmyndir hans. – Hver finnst þér gera mestan skaða í samfélaginu? – Kapítalistarnir því að þeir arðræna verkafólk. – Hverju viltu láta skila til lesenda? – Verkafólk um allan heim, haldið áfram að berjast gegn auðvaldinu! Hvað er hugmyndafræði? Oft er sagt að kommúnisminn sé hugmyndafræði. Hugmyndafræði er heildarafstaða til þess hvernig samfélagið eigi að vera og hvernig sé hægt að gera það þannig; til dæmis hver eigi að hafa völdin, hvaða verkefni ríkið eigi að hafa og hvaða hlutverki það eigi að þjóna. Hugmyndafræði breytist oft með tímanum og lagar sig að breyttum aðstæðum. Önnur hugmyndakerfi sem eru nefnd í þessari bók eru jafnaðarstefna, fasismi, nasismi og frjálshyggja.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=