Styrjaldir og kreppa

a sem fólk lifði á. Þess vegna gæti ekki verið réttlátt að verkafólk fengi svo lítinn hluta af verði varanna sem það framleiddi og mest af því færi til fólks sem væri auðugt fyrir. Marx hélt því fram að verkafólk væri arðrænt af auðvaldi eða kapítalistum. Verkafólk ætti því að taka völdin og breyta samfélaginu með byltingu. Í nýja samfélaginu átti að ríkja jöfnuður milli fólks. Þessar hugmyndir kallaði Marx kommúnisma. 44 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta Árið 1905 fóru yfir 200.000 rússneskir verkamenn, bændur og borgarar í verkfall til að krefjast betri lífskjara. Hugmyndir Marx breiðast út Lengi höfðu rússneskir verkamenn tekið hinum mikla lífskjaramun fólks þegjandi. Þeim hafði verið sagt að þannig ætti það að vera og þeir voru vanir að hugsa að svona gengi samfélagið fyrir sig. Enginn hafði áður sagt að verkamenn skiptu einhverju máli. En þegar verkamenn fengu að heyra það sem Marx hafði sagt fannst mörgum að það kæmi merkilega vel heim við reynslu þeirra sjálfra. Þeir fengu trú á að hægt væri að breyta samfélaginu og þeir vildu koma á kommúnisma. Þess vegna stofnuðu þeir hópa sem þeir kölluðu sovét til að ræða um hvernig væri hægt að skapa nýtt samfélag. Helsti leiðtogi kommúnista var Vladimir Lenín (1870–1924). Lenín hafði uppi mótmæli gegn keisaranum undir lok 19. aldar svo að hann varð að flýja land. Hann bjó lengi í Sviss þar sem hann vann að því að breiða út boðskap kommúnismans. Árið 1917 sneri hann svo til baka til Rússlands til að berjast fyrir kommúnísku samfélagi í heimalandi sínu. Árið 1920 hélt Lenín ræðu yfir ungu fólki: Það er nauðsynlegt að allir vinni eftir sameiginlegri áætlun, á sameignarjörð, í sameignarverksmiðjum og verkstæðum, undir sameiginlegri forystu. Er auðvelt að koma því í kring? Þið sjáið að þetta er ekki eins auðvelt og að losa sig við keisarann, landeigendurna og kapítalistana. Það sem þarf er að verkamenn ali hluta af bændastéttinni upp á nýtt og veiti henni nýjan lærdóm. Þann hluta bænda sem eru vinnandi verða verkamenn að fá yfir í sinn flokk til að brjóta niður mótspyrnu þeirra bænda sem eru ríkir og hafa arð af neyð annarra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=