Styrjaldir og kreppa

a því. Og það litla sem Rússar högnuðust á iðnaði lenti einkum hjá þeim sem voru ríkir fyrir. Rússland undir keisaraveldi Í upphafi 20. aldar var Rússland vestan Úralfjalla helmingurinn af Evrópu að stærðinni til og hafði um 170 milljónir íbúa. Flestir íbúanna voru Rússar en þar bjó líka fólk af öðrum þjóðum, til dæmis Úkraínumenn, Pólverjar og Kirgisar. Á þessum árum stjórnaði Rússlandi maður sem var kallaður Nikulás 2. Hann var kallaður tsar sem er rússneska orðið yfir keisara. Þá var komin á lýðræðisstjórn í flestum löndum Evrópu en í Rússlandi var tsarinn næstum því einvaldur. Nikulás 2. taldi sig hafa fengið vald sitt beint frá Guði og lét sig litlu skipta hvað almenningur vildi. Hermenn í rússneska hernum standa í röð og bíða eftir að fá heita súpu úr súpueldhúsi árið 1920. Kjaramunur og nýjar hug- myndir í Rússlandi 42 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta Þegar við hugsum um hvað flestir Evrópubúar lifa við góð lífskjör nú er erfitt að ímynda sér hvað þetta var ólíkt fyrir einni öld. Marga skorti einföldustu lífsnauðsynjar eins og mat, klæði og upphitun í hús sín. Í Rússlandi var ástandið sérstaklega slæmt. Erfið lífskjör Í upphafi 20. aldar var mikill munur á kjörum fólks í Rússlandi. Margir lifðu við sult en þeir fáu ríku og voldugu bjuggu í glæsilegum húsum og höfðu þjónustufólk. Orsök fátæktarinnar var einkum að Rússar voru langt á eftir í iðnþróun. Eftir að margar Evrópuþjóðir höfðu byggt upp iðnað, og högnuðust vel á honum, voru Rússar rétt að byrja á

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=