Styrjaldir og kreppa

a 40 TÍMI HEIMSTYRJALDA (NNA) ??????????? Markmið * Segja frá rússnesku byltingunni sem meginatriði í átökum 20. aldar. Gera grein fyrir orsökum og afleiðingum hennar og sýna hvernig hún hafði áhrif í öðrum löndum. * Lýsa þróun verkalýðshreyfingar á Íslandi frá því um 1916 til um 1937. * Finna heimildir um þessa atburði, meta þær af gagnrýni og sýna hvernig ólíkar heimildir geta gefið ólíka mynd af sögunni. „Ég lýsi því yfir að ríkisstjórnin hefur verið sett af!“ Þetta sagði Vladimir Antonov-Ovseyenko, einn af verkamönnunum sem tóku þátt í að velta rússnesku ríkisstjórninni aðfaranótt 8. nóvember 1917. Nóttina áður hafði hópur verkamanna lagt undir sig járnbrautarstöðvar, ritsímahúsið og fleiri mikilvægar byggingar í höfuðborg Rússlands, St. Pétursborg. Nú hafði þeim tekist að komast fram hjá hermönnunum sem vöktuðu Vetrarhöllina þar sem ríkisstjórnin hafði fundið sér athvarf. Eftir að hafa leitað um alla ganga og herbergi í þessari geysistóru höll fundu þeir loksins ríkisstjórnina. Þeir handtóku alla meðlimi hennar nema forsætisráðherrann sem hafði tekist að flýja. Hverjir voru þessir verkamenn og hverju ætluðu þeir að koma til leiðar með því sem þeir gerðu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=