Styrjaldir og kreppa
b Kjarni * Árið 1914 var mikil spenna á milli stórveldanna í Evrópu vegna þjóðernishyggju, keppni um nýlendur og vígbúnaðar. Tvö stór bandalög stóðu hvort á móti öðru og það þurfti lítið til að koma af stað stríði. * Stríðið hófst vegna tilræðisins í Sarajevo. Það breiddist fljótt út um mestalla Evrópu og síðan til fleiri heimshluta. * Stríðið gaf konum nýja möguleika á vinnu af því að karlmenn voru uppteknir við að berjast. * Af stríðinu leiddi líka matarskort sem leiddi aftur til uppreisna, meðal annars í Þýskalandi. * Þó að Ísland væri hlutlaust í stríðinu var nokkrum íslenskum skipum sökkt og nokkrir sjómenn fórust. Matur hækkaði líka í verði á Íslandi. * Þjóðverjar töpuðu stríðinu og urðu að láta af hendi landsvæði og nýlendur. Þeir urðu líka að borga sigurvegurunum háar skaðabætur. STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 39 Heimildavinna 54 Skoðaðu skopmyndina á bls. 37. a Yfir höfðinu á barninu stendur „1940 Class“. Kannaðu hvað það merkir. b Myndin var gerð árið 1919. Hvað hefði barnið verið gamalt, um það bil, árið 1940? c Hvað heldur þú að barnið eigi að tákna? d Hvers vegna ætli barnið sé að gráta? e Hvað heldur þú að teiknarinn hafi ætlað að segja með þessari teikningu? 55 Hvað átti Ferdinand Foch við þegar hann sagði: „Þetta er ekki friðarsamningur. Þetta er tuttugu ára vopnahlé?“ Hafði hann rétt fyrir sér?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=