Styrjaldir og kreppa

b Matr9_Hist_2.41 Danzig (þýsk borg) pólska hliðið ÞÝSKALAND BRETLANDSEYJAR ÍRLAND RÚSSLAND NOREGUR SVÍÞJÓÐ FINNLAND EISTLAND LETTLAND LITHÁEN PÓLLAND RÚMENÍA UNGVERJALAND AUSTURRÍKI JÚGÓSLAVÍA ÍTALÍA GRIKKLAND BÚLGARÍA TÉKKÓSLÓVAKÍA FRAKKLAND BELGÍA HOLLLAND LUX. DANMÖRK Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð þýska ríkið að láta af hendi landsvæði til Frakklands, Póllands og Danmerkur. Keisaradæmið Austurríki-Ungverjaland (gult á kortinu) var leyst upp og nokkur ný ríki stofnuð á landi þess. 38 STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin Þjóðabandalagið átti að tryggja frið Eitt mikilvægasta markmið Wilsons for­ seta með friðarsamningnum var að koma á alþjóðlegum samtökum til að tryggja frið. Þetta fékk góðar undirtektir. Eitt af samningsatriðunum var að stofna skyldi slík samtök og fengu þau nafnið Þjóðabandalagið. Hugmyndin var að framvegis yrðu deilur milli ríkja leystar með samningum í Þjóðabandalaginu. Þannig átti að vera hægt að komast hjá styrjöldum. Þótt forseti Bandaríkjanna hefði tekið forystu um að stofna Þjóðabanda- lagið urðu Bandaríkin ekki aðilar að því. Þing Bandaríkjanna var því and- snúið og urðu það Wilson mikil von- brigði. Fjarvera Bandaríkjanna átti líka þátt í því að Þjóðabandalagið varð of veikt til að tryggja frið til lengdar. Finndu svar 46 Hvað var Versalasamningurinn? 47 Hverjir ákváðu hvað stæði í Versalasamningnum? 48 Hver voru meginatriði Versalasamningsins? 49 Hvað var Þjóðabandalagið? Umræðuefni 50 Árið 1918 sagði David Lloyd George: „Ég vona að við munum geta sagt að eftir þennan dag verði aldrei framar stríð.“ Þetta sama vonuðu margir aðrir og um fyrri heimsstyrjöldina var talað sem „stríðið sem átti að binda enda á öll stríð“. Eftir á vitum við að þannig fór það ekki, það hafa verið mörg stríð í heiminum síðan. Heldur þú að það verði einhvern tímann þannig að fólk hætti að heyja stríð? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? 51 Hvers vegna heldur þú að franski og breski forsætisráðherrann hafi verið hefnigjarnari en Wilson forseti? Viðfangsefni 52 Búðu til glærukynningu um einhvern sem tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, til dæmis Khudadad Khan, T.E. Laur­ ence, Woodrow Wilson, eða Gavrilo Princip. 53 Júgóslavía var eitt þeirra ríkja sem voru stofnuð eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það ríki er ekki lengur til. a Notaðu alfræðibók eða netið til að komast að því hve lengi ríkið Júgóslavía var til. b Berðu landakortið á bls. 38 saman við nýtt landakort og finndu út í hvaða ríki Júgóslavía hefur skipst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=