Styrjaldir og kreppa

b Skopmynd úr breska blaðinu Punch árið 1919. Mennirnir á myndinni eru forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherrar Breta, Frakka og Ítala. Franski ráðherrann segir: „Einkennilegt! Mér heyrist barn vera að gráta.“ STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 37 Lýðveldi: Ríki þar sem æðsti maður ríkisins er kosinn, venjulega forseti. stýrt sameinuðum herjum bandamanna í síðustu lotu stríðsins, sagði þetta um friðarsamninginn: Þetta er ekki friðarsamningur. Þetta er tuttugu ára vopnahlé. Ný Evrópa Með Versalasamningnum voru stofnuð ný þjóðríki með það í huga að hver þjóð hefði rétt til að stjórna sér sjálf. Þetta var einmitt það sem keisari Austurríkis-Ungverjalands hafði óttast. Keisarinn var settur af og keisaradæmið leyst upp. Austurríki varð lítið land þýskumælandi fólks. Ungverjaland varð sjálfstætt ríki og tvö ný ríki stofnuð: Júgóslavía og Tékkóslóvakía. Fyrir stríðið höfðu verið þrjú stór keisaradæmi í Evrópu: Þýskaland, Austurríki-Ungverjaland og Rússland. Þau voru nú öll lögð niður. Austurríki- Ungverjalandi var skipt upp í nokkur lýðveldi . Í Rússlandi hafði keisarinn verið settur af í byltingu árið 1917. Í Þýskalandi var keisaranum velt þegar fólk gerði uppreisn þar. Landið fékk nýja stjórnarskrá og varð lýðræðislegt lýðveldi. Tíma stóru keisaradæmanna í Evrópu var lokið. Raunar varð Ísland líka fullvalda ríki í lok fyrri heimsstyrjaldar, 1. desember 1918. Það gerðist með samningi milli Íslendinga og Dana og höfðu löndin framvegis sama konung. En fullveldi Íslands byggðist að miklu leyti á hugmyndinni um sjálfstjórn þjóða sem skapaði ný lýðveldi í Evrópu. NÆRM Y N D Fullvalda ríki: Ríki þar sem yfirvöld þess eru æðstu stjórnendur á landinu sem ríkið nær yfir. Ákvæði Versalasamningsins um Þýskaland – Þýskaland var sagt bera ábyrgð á að hafa hafið stríðið. – Þýskaland varð að skila Frökkum Elsass- Lothringen. – Þjóðverjar máttu ekki hafa her í Rínarhéruðum Þýskalands (því svæði sem var næst Frakklandi) og svæðið skyldi hersetið af sigurvegurunum í 15 ár. – Þýskaland mátti ekki hafa stærri her en 100.000 manna, mest sex herskip og engar herflugvélar eða kafbáta. – Þjóðverjar urðu að láta af hendi til Pólverja borgina Danzig (Gdansk) og svæðið í kringum hana. – Þýskaland varð að láta af hendi allar nýlendur sínar. – Þjóðverjar skyldu greiða sigurvegurunum óhemjuháar stríðsskaðabætur. FRIÐUR OG FALLBYSSUFÓÐUR FRAMTÍÐARINNAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=