Styrjaldir og kreppa

b 36 MATRIKS historie : Nasjonalismens tid Friður til frambúðar? Við verðum að koma á varanlegum friði! Þjóðabandalagið mun sjá um það. Wilson Þjóðverjar verða að borga fyrir skaðann sem þeir hafa valdið okkur! Lloyd George Við verðum að gera Þjóðverja svo veika að þeir ráðist aldrei oftar á Frakkland. Clemenceau Svona lauk klukkan 11 fyrir hádegi í dag, versta og hræðilegasta stríði sem mannkynið hefur nokkru sinni orðið fyrir. Ég vona að við munum geta sagt að frá og með þessum degi verði aldrei framar stríð. Þetta sagði forsætisráðherra Breta, David Lloyd George, þegar hann upplýsti þingið um vopnahlé sem samið var þann 11. 11. kl. 11 árið 1918. Loks voru fallbyssurnar þagnaðar. Þjóðverjar höfðu gefist upp og fallist á vopnahlé. Nú var eftir að semja um frið. Friðarsamningur sigurvegaranna Í Versalahöll utan við Parísarborg hittust fulltrúar frá mörgum löndum til að gera friðarsamning. En það voru sigurvegararnir einir sem komu þar saman. Þjóðverjar, sem höfðu tapað stríðinu, fengu ekki að vera með í samningunum. Þrír stjórnmálamenn höfðu mest áhrif. Það voru forseti Bandaríkjanna, Woodrow Wilson, franski forsætisráð- herrann Georges Clemenceau og David Lloyd George af hálfu Breta. Þeir komu til samninganna með býsna ólíkar óskir. Wilson hafði mestan áhuga á að skapa varanlegan frið en hinir á því að refsa Þjóðverjum. Sárindi í Þýskalandi Friðarsamningurinn, sem kallaðist Versalasamningurinn, var undirritaður í júní 1919. Hann speglar að miklu leyti óskir Breta og Frakka um að refsa Þjóðverjum. Þýsku stjórninni brá illilega þegar hún las samninginn og vildi ekki skrifa undir hann. En þá var ekki um annað að velja en að halda stríðinu áfram og það gátu Þjóðverjar ekki. Þeir höfðu hreinlega ekki efni á að berjast lengur. Þess vegna skrifuðu þeir undir. Allan tímann höfðu flestir Þjóðverjar verið sannfærðir um að þjóð þeirra berðist til að verja sig. Því olli það tor- tryggni og sárindum þegar þeir áttu að taka á sig alla sökina fyrir að hafa hafið stríðið. Fólki þótti friðarsamningurinn ranglátur og auðmýkjandi. Meðal sigurvegaranna voru margir sem efuðust um að Versalasamn- ingurinn mundi skapa varanlegan frið. Frakkinn Ferdinand Foch, sem hafði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=