Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 35 Finndu svar 33 Hvaða áhrif hafði heimsstyrjöldin á hlutverk kvenna í samfélaginu? 34 Útskýrðu hvað áróður og ritskoðun er. 35 Hvers vegna beittu yfirvöld í styrjaldarlöndunum áróðri og ritskoðun? 36 Hvaða áhrif hafði stríðið einkum á Íslandi? Umræðuefni 37 Hvers vegna vildu yfirvöld ekki að fólk sem var heima vissi hvernig stríðið væri í raun og veru? Þjálfið hugann 38 Bannorð Vinnið saman tvö og tvö og veljið eitt orð til að útskýra: a Útskýrið orðið áróður án þess að nota orðin veggspjald, kvikmynd, póstkort, aðferð. b Útskýrið orðið ritskoðun án þess að nota orðin ritskoða, stýra, eftirlit. Viðfangsefni 39 Hugsaðu þér að þú sért bresk kona á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þú ert byrjuð að sinna starfi sem konur hafa venjulega ekki unnið. Skrifaðu eina blaðsíðu í dagbók þína þar sem þú lýsir vinnudegi og hugsunum þínum um vinnuna. 40 Hugsaðu þér að þú eigir heima í Bretlandi, Frakklandi eða Þýskalandi árið 1916. Þér finnst stríðið tilgangslaust og vilt að ríkisstjórnin dragi landið út úr því sem fyrst. Búðu til veggspjald, dreifimiða eða spjald með slagorði til að nota á mótmælafundi gegn stríðinu. 41 Búðu til skýringarmynd sem sýnir hvernig stríðið hafði áhrif á samfélagið. Skrifaðu „Fyrri heimsstyrjöldin“ innan hrings á miðju stóru teikniblaði. Teiknaðu örvar út frá hringnum. Hver ör á að benda á breytingu sem varð vegna stríðsins. Þú getur skrifað, teiknað eða límt inn myndir (sem þú finnur á netinu) til að tákna breytingarnar. Heimildavinna 42 Skoðaðu breska áróðursspjaldið á bls. 33. a Þýddu textann á íslensku. b Hver er tilgangurinn með spjaldinu? c Hvaða aðferð er notuð til að ná markmiðinu? 43 Hvað getur þú ímyndað þér að ungi maðurinn á myndinni á bls. 33 sé að skrifa. Skrifaðu stutt bréf í hans stað. 44 Finndu fleiri áróðursspjöld frá styrjaldarárunum. Veldu eitt spjald sem þér finnst vera sérstaklega áhrifamikið. Hvert er markmiðið með þessu spjaldi og hvaða aðferð er notuð til að ná því? 45 Hvernig túlkar þú það að skipherra á þýskum kafbát skuli hafa sleppt íslenskum togara í stað þess að skjóta hann niður eins og honum var ætlað að gera?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=