Styrjaldir og kreppa
b Íslenskar konur lögðu ekki undir sig nýja vinnustaði á árum fyrri heimsstyrjaldar því hér á landi var fremur skortur á vinnu en vinnuafli. En þær höfðu lengi unnið við fiskverkun og hún fór vaxandi um þetta leyti með stækkandi veiðiskipaflota. Þýskir kafbátar sökktu nokkrum íslenskum skipum á stríðsárunum, en meirihluti skipverja komst í björgunarbáta og bjargaðist. Árið 1916 var íslenski togarinn Rán að flytja fisk til Bretlands og varð fyrir árás frá þýskum kafbáti. En það fór svo einkennilega að skipstjóri togarans fór um borð í kafbátinn og gat talið skipherra hans á að leyfa togaranum að snúa við til Íslands. 34 STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin Dýrtíð og vöruskortur á Íslandi Öll Norðurlöndin voru hlutlaus í fyrri heimsstyrjöldinni. Þegar hún skall á var Ísland hluti af danska ríkinu en hafði sína eigin heimastjórn. Bæði Dönum og Íslendingum tókst að halda sér utan við stríðið. En vegna hernaðar á hafinu varð minna samband á milli landanna en áður. Hins vegar skiptu Bretar sér af öllum viðskiptum Íslands við útlönd á stríðsárunum. Á Íslandi var mesta vandamálið vöruskortur og verðhækkanir, einkum á innflutningsvörum. Í Reykjavík hækkaði mjólkurlítrinn úr 22 aurum árið 1914 í 38 aura 1917. En verð á rúgbrauði, sem var bakað úr innfluttu mjöli, þrefaldaðist á sama tíma, fór úr 50 aurum í kr. 1,50. Laun hækkuðu líka, en miklu minna, svo að almenningur hafði úr minna að spila. Verra var þó að atvinnuleysi jókst mikið. Árið 1917 tók Reykjavíkurbær upp atvinnubótavinnu, tók heimilisfeður í vinnu og greiddi þeim lág laun við verk sem hefði annars ekki verið ráðist í, til dæmis við að höggva grjót í kantsteina sem voru ætlaðir í gangstéttir. Þegar Þjóðverjar tóku upp ótakmarkaðan kafbátahernað árið 1916 fækkaði komum verslunarskipa til landsins og vöruskorturinn varð tilfinnanlegri. Öll stríðsárin voru stundaðar daglegar matgjafir í Reykjavík að vetrinum. Síðasta vetur stríðsins sóttu um 250 heimili mat daglega í mötuneyti líknarsamtakanna Samverjans en kaupmenn og heildsalar gáfu efnið í matinn. Á fámennari stöðum hefur fólk sennilega fremur komist af með hjálp ættingja og vina. Atvinnubótavinna: Framkvæmdir á vegum ríkis eða sveitarfélaga til að bæta úr atvinnuleysi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=