Styrjaldir og kreppa
b Áróðursspjald frá árum fyrri heimsstyrjaldar. Járnkrossinn var heiðursmerki sem þýskir hermenn fengu fyrir hraustlega framgöngu. Hermenn á vígstöðvum gátu skrifað bréf heim til sín og fengu send bréf að heiman. Ritskoðun: Þegar yfirvöld stjórna því hvað kemur út á prenti eða er skrifað. Þegar eitthvað er stöðvað eða því breytt af því að yfirvöld samþykkja það ekki segjum við að það sé ritskoðað. Áróður: Að nota tæki eins og veggspjöld, kvikmyndir og annað til að hafa áhrif á skoðanir fólks. STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 33 Mestur órói var í Rússlandi, enda var keisarastjórninni steypt þar í byltingu árið 1917. Áróður og ritskoðun Fyrir yfirvöld var mikilvægt að almenningur styddi stríðsreksturinn. Yfirvöld í öllum löndum notuðu áróður til að sannfæra fólk um að hinir hefðu byrjað stríðið og að andstæðingarnir væru illir. Þegar kom í ljós að stríðið varð svona umfangsmikið og óhugnanlegt reyndu yfirvöld að koma í veg fyrir að fólkið heima fengi að vita hvernig það var í raun og veru. Þýsk blöð gátu til dæmis flutt fréttir af því að Þjóðverjar hefðu hernumið skotgrafir Englendinga án þess að nefna að árásin hefði kostað þúsundir þýskra hermanna lífið. Hermenn á vígstöðvunum gátu skrifað bréf heim til sín en oft voru bréfin ritskoðuð. Ef þeir skrifuðu eitthvað sem yfirvöld vildu ekki að fólk vissi um voru bréfin stundum stöðvuð á leiðinni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=