Styrjaldir og kreppa

b 30 STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin Orsakir fyrri heimsstyrjaldar – keðja eða sprengiefnablanda? Hér á eftir eru rakin mörg atriði sem áttu þátt í að stríð braust út sumarið 1914. Skrifaðu stutt yfirlit sem sýnir hvernig þessar ólíku orsakir tengjast. Velja má á milli tveggja leiða: Leið A: Orsakakeðja Þeir sem velja þessa leið eiga að raða orsökunum í tímaröð. Dragðu hring um hverja orsök og láttu þá tengjast eins og hlekki í keðju. Flokkaðu orsakirnar eftir því hvort þér finnst þær djúpstæðar eða yfirborðslegar og litaðu þær með ólíkum litum. Yfirborðslegar orsakir eru þær sem urðu til stuttu áður en stríðið skall á. Veltu fyrir þér hvers vegna sagnfræðingar nota orðið „orsakakeðja“. Leið B: Sprengiefnablanda Þeir sem velja þessa leið eiga að sýna hvernig ólíkar orsakir urðu sameiginlega að „sprengiefnablöndu“, eins og púðri. Teiknaðu þrjá geyma, einn með orsökum eins og þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu, einn með bandalögum og einn með vígbúnaði. Flokkaðu allar orsakirnar í þessa þrjá geyma eftir því hverjum þeirra þér finnst þær tilheyra. Dragðu ör úr hverjum geymi í sprengju til að sýna að saman myndi orsakirnar sprengihætta blöndu. Hvað þurfti svo að gerast til þess að sprengjan spryngi? Eina yfirborðslega orsök eða fleiri? Orsakir – Árið 1888 fékk Þýskaland nýjan keisara sem hafði hug á að gera land sitt að miklu nýlenduveldi. – Triple-entente, sem Bretar, Frakkar og Rússar mynduðu, stóð með Serbíu. – Keisari Austurríkis-Ungverjalands óttaðist að ríki hans leystist upp ef þjóðernissinnum væri ekki haldið niðri. – Serbía hafði þanist út í styrjöldum á árunum 1912 og 1913 og vildi stjórn hennar sameina alla Serba í einu þjóðríki. – Kerfi bandalaga í Evrópu olli því að öll stórveldi álfunnar drógust inn í stríðið fyrir 4. ágúst 1914. – Herforingjar Þjóðverja lögðu kapp á að koma í veg fyrir að þurfa að berjast á tvennum vígstöðvum. Því ákváðu þeir að ráðast á Frakka fljótt og óvænt. – Serbneskur þjóðernissinni drap ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands 28. júní 1914. – Öll stórveldin stækkuðu heri sína og flota á árunum 1913 og 1914. – Strax fyrir 1911 fannst Þjóðverjum að þeir væru umkringdir af bandalagi fjandsamlegra ríkja. – Árið 1871 sameinaðist Þýskaland í einu ríki eftir að Þjóðverjar höfðu sigrað Frakka í stríði. – Margir Frakkar voru sárir yfir að hafa tapað fyrir Þjóðverjum 1871 og orðið að láta héruðin Elsass og Lothringen frá sér til Þýskalands. – Í júlí 1914 lofuðu Þjóðverjar að standa með Austurríki-Ungverjalandi ef Rússar réðust á landið. – Fyrir 1850 var Bretland orðið auðugt iðnríki og byggði upp herskipaflota til að geta varið verslunarleiðir um heimsveldi sitt. – Frá því um 1900 eyddu Þjóðverjar miklu fé í herskip til að vinna upp forskot Breta. S É R S V I Ð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=