Styrjaldir og kreppa
b Þann 7. maí árið 1915 var breska farþegaskipinu Lusitaniu sökkt af þýskum kafbáti. 1.153 far þegar og sjómenn drukknuðu, meðal þeirra voru margir Bandaríkjamenn. Þessi atburður olli mikilli andúð á Þjóðverjum bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum. STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 29 Ótakmarkaður kafbátahernaður dregur Bandaríkin í stríðið Til að koma í veg fyrir að Bretar og Frakkar gætu flutt inn matvæli, vopn og aðrar mikilvægar vörur lýstu Þjóðverjar yfir „ótakmörkuðum kafbátahernaði“. Það merkti að þýskir kafbátar fengu skipun um að sökkva öllum skipum sem fluttu vörur til þessara landa, jafnvel þótt skipin væru frá hlutlausu landi. Þetta kom meðal annars niður á skipum frá Bandaríkjunum og öðrum skipum þar sem Bandaríkjamenn voru um borð. Upphaflega höfðu þeir ekki ætlað sér að taka þátt í stríðinu. Þeir litu á það sem uppgjör á milli Evrópuríkja. En kafbátaárásir Þjóðverja ollu því að sífellt fleiri Bandaríkjamenn komust á þá skoðun að rétt væri að segja Þýskalandi stríð á hendur. Og árið 1917 komu Bandaríkin inn í stríðið með bandamönnum. Hlutleysi: Ríki sem er hlutlaust vill halda sér utan við stríð og tekur enga afstöðu til stríðsaðila. Hvenær var fyrst „heimsstyrjöld“? Strax meðan á stríðinu stóð var farið að kalla það „heimsstyrjöld“. En það var auðvitað ekki fyrr en að önnur heims styrjöld hófst árið 1939 að farið var að kalla stríðið „fyrri heimsstyrjöldina“ eða „First World War“ á ensku, „første verdenskrig“ á dönsku og norsku. – Íslendingar virðast einir þjóða svo bjartsýnir að tala um „fyrri“ og „síðari“ heimsstyrjöld, eins og þeir séu vissir um að ekki komi fleiri. – Margir sagnfræðingar telja að fyrri heimsstyrjöldin hafi einkum verið Evrópustríð og því vafasamt að kalla það heimsstyrjöld. NÆRM Y N D
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=