Styrjaldir og kreppa

b M I Ð J A R Ð A R H A F I Ð Matr9_Hist_2.25 Sharif Hussein í Mekka lýsti yfir sjálfstæði araba frá Tyrkjum í uppreisn árið 1916. 28 STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin Tyrkneska ríkið um 1914. Uppreisn araba Árið 1914 náði Tyrkjaríki yfir stórt landsvæði í Mið-Austurlöndum og var stjórnað af soldáninum Múhameð 5. Hann lýsti stríði á hendur Bretum, Frökkum, Rússum og Serbum í nóvember 1914 og vonaðist til að fá stuðning allra múslima. En þannig fór það ekki. Margir arabar voru óánægðir með stjórn Tyrkja og litu á stríðið sem tækifæri til að gera uppreisn. Sharif Hussein í Mekka gerði samning við Breta árið 1916 og hóf mikla uppreisn gegn Tyrkjum. Bretar og arabar börðust saman í tvö ár, sigruðu að lokum Tyrki og unnu borgirnar Jerúsalem og Damaskus. Bretar höfðu lofað að styðja araba í að stofna mikið arabískt þjóðríki í Mið-Austurlöndum. En eftir stríðið voru stór landsvæði lögð undir stjórn Frakka og Breta. Mestum hluta ríkja á Arabíuskaga var þó um síðir safnað í sjálfstætt arabískt ríki, Sádi-Arabíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=