Styrjaldir og kreppa
b STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 27 Rússar mundu ráðast bæði á Austurríki og Þýskaland. Þar að auki vissu Þjóðverjar að Rússar voru í bandalagi við Frakka. Þýskir herforingjar vildu komast hjá því að heyja stríð á tvennum vígstöðvum, að berjast við Rússa í austri og Frakka í vestri á sama tíma. Þeir gerðu ráð fyrir að Rússar þyrftu langan tíma til að búa sig undir stríð og ákváðu því að ráðast á Frakka fyrst. Þeir vonuðust til að sigra Frakka áður en Rússar réðust á Þýskaland og geta þannig einbeitt sér að einum andstæðingi í einu. Þjóðverjar fóru í gegnum Belgíu til að koma Frökkum á óvart. En Bretar höfðu lofað að verja Belga svo að nú komu þeir líka inn í stríðið. Og litlu síðar réðust Rússar inn í Þýskaland í austri. Deilan sem hafði byrjað með skotunum í Sarajevo var orðin að evrópskri stórstyrjöld. Brátt var líka tekið að berjast í löndum utan Evrópu og stríðið var kallað heimsstyrjöld. Nýlendur í stríði Þann 31. október 1914 börðust breskir og þýskir hermenn í Hollebeke í Belgíu. Í breska hernum þar var Khudadad Khan frá Punjab, sem nú er í Pakistan, 26 ára gamall. Hann skaut með annarri af tveimur vélbyssum Breta. Þjóðverjar voru fimm sinnum fleiri og betur vopnaðir svo að þeir náðu brátt yfirhöndinni. En Kahn hélt áfram að skjóta þangað til allir í kringum hann voru dauðir og hann sjálfur særður. Þegar Þjóðverjar komu á staðinn þóttist hann vera dauður og tókst svo síðar að skríða til herdeildar sinnar. Stríð á tvennum vígstöðvum: Þegar ríki verður að berjast við andstæðinga báðum megin við sig, til dæmis bæði í austri og vestri. Fyrir þessa miklu hetjudáð var hann fyrsti „innfæddi“ Indverjinn sem fékk Viktoríukrossinn, æðsta heiðursmerki breska hersins. Khudadad Khan var einn af hálfri þriðju milljón hermanna frá bresku nýlendunum Indlandi (sem nú eru Indland, Pakistan og Bangladess) og Ceylon (Sri Lanka) sem börðust í stríðinu. Alls voru meira en 100.000 Indverjar drepnir eða særðir. Í viðbót voru margir frá öðrum nýlendum með í bardögum eða vinnu fyrir herinn á bak við víglínuna. Bretar höfðu hermenn frá Afríku, Vestur-Indíum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Kanada. Frakkar fengu líka liðstyrk frá nýlendum sínum, meðal annars frá Franska Indókína (nú Víetnam, Laos og Kambódía). Meðan stríðið stóð yfir fannst hermönnum frá nýlendunum að þeir nytu nokkurn veginn jafnréttis við Evrópumenn. Þeir voru metnir fyrir að leggja sitt fram til styrjaldarinnar, margir þeirra fengu heiðursmerki og aðrar viðurkenningar. Hjá mörgum þeirra var áfall að koma heim í ný lendurnar eftir stríðið og komast að raun um að Evrópumenn litu enn niður á þá sem „innfædda“, alveg eins og áður. Fjöldi hermanna frá nýlendum Breta t.d. á Indlandi barðist með breska hernum í fyrri heimstyrjöldinni. Hér má sjá ind verska hermenn í London árið 1914.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=