Styrjaldir og kreppa

b Gavrilo Princip var handtekinn eftir að hafa skotið Ferdinand erkihertoga, ríkisarfa í keisaradæminu Austurríki- Ungverjalandi. 26 STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin Tilræði: Skipulögð árás á mikilvæga manneskju, oft ríkisleiðtoga. Sjálfsvígsárás í Sarajevo kemur stríði af stað Á heitum sumardegi 1914 stóð serbneskur stúdent spenntur á götuhorni í Sarajevo í Bosníu sem tilheyrði keisaradæminu Austurríki- Ungverjalandi. Hann hét Gavrilo Princip og var 19 ára gamall. Hann var félagi í leynilegum félagsskap þjóðernissinna sem hét Svarta höndin. Hún barðist fyrir því að Bosnía, þar sem margir Serbar áttu heima, sliti sig lausa frá keisaradæminu og sameinaðist Serbíu. Þennan dag, 28. júní 1914, hafði Svarta höndin undirbúið tilræði við austurríska erfðaprinsinn, Franz Ferdinand erkihertoga. Gavrilo átti að skjóta erkihertogann og fremja síðan sjálfsvíg til þess að hann gæti ekki sagt frá því hver hefði skipulagt tilræðið. Bíllinn sem flutti Franz Ferdinand og Sophie konu hans stansaði rétt við hornið þar sem Gavrilo Princip beið og hann flýtti sér að taka skammbyssuna upp úr vasanum og skaut þau bæði. Þetta atvik varð þekkt sem „skotin í Sarajevo“. Svo reyndi Gavrilo að svipta sig lífi en eitrið sem hann tók inn var ekki nógu sterkt til að drepa hann. Hann var handtekinn og dæmdur í 20 ára fangelsisvist. Íbúar í Austurríki-Ungverjalandi tilheyrðu 14 ólíkum þjóðum sem töluðu hver sitt eigið tungumál og höfðu sína eigin menningu. Meðal þeirra voru Serbar, Ungverjar, Tékkar og Slóvakar. Á áratugunum á undan hafði þjóðernishyggja sífellt breiðst út. Þjóðernishyggja er sú lífsskoðun að finnast að hver þjóð eigi rétt á að stjórna sér sjálf í sínu eigin ríki. Fyrir keisarann í Austurríki-Ungverjalandi voru þetta hættulegar hugsanir. Hann mundi tapa miklu af völdum sínum ef hver þjóð fyrir sig í keisaradæminu fengi að stofna sitt eigið ríki. Þess vegna var mikilvægt fyrir keisarann að mæta með hörku kröfu Serba um að slíta Bosníu lausa. Mánuði eftir skotin í Sarajevo lýsti Austurríki-Ungverjaland yfir stríði á hendur Serbíu. Stórstyrjöld brýst út í Evrópu Þjóðverjar höfðu lofað að hjálpa Austurríkismönnum ef þeir lentu í stríði og Rússar höfðu lofað að hjálpa Serbíu. Þegar Austurríkismenn réðust á Serbíu gerðu Þjóðverjar ráð fyrir að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=