Styrjaldir og kreppa

því. Auk þess juku bandalögin enn tortryggnina. Þýskalandskeisari skrifaði í dagbók sína 31. júlí 1914: Ég er ekki lengur í vafa um að Bretar, Rússar og Frakkar hafa komið sér saman um að fara í stríð við okkur. Það er staðreynd að verið er að umkringja Þýskaland. Smám saman komst ágreiningur og tortryggni á milli bandalaganna tveggja á svo hátt stig að sáralítið þurfti að gerast til að stríð brytist út. BRETLANDSEYJAR ÞÝSKALAND FRAKKLAND RÚSSLAND AUSTURRÍKI- UNGVERJALAND SERBÍA Sarajevo Þríveldabandalagið Triple-entente ÍTALÍA STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 25 b Ríkin mynda bandalög Óttinn við stríð leiddi til þess að ríkin fóru að ganga í bandalög hvert með öðru . Þýskaland og Austurríki- Ungverjaland stofnuðu með sér bandalag strax árið 1879. Síðar gengu Ítalir í bandalagið sem eftir það var kallað Þríveldabandalagið. Óttinn við Þjóðverja varð til þess að Rússar og Frakkar gengu í bandalag árið 1893. Frá 1907 voru Bretar líka með í því. Samband þessara ríkja var kallað „entente“ en það merkir samlyndi eða samkomulag á frönsku. Þau eru stundum nefnd Samúðarsambandið en Þýskaland og bandamenn þess voru kölluð miðveldin þar sem þau voru mitt á milli óvinveittra ríkja. Tilgangurinn með að stofna bandalög var að komast hjá stríði en þegar stríðið skall á ollu bandalögin því að svo margar þjóðir tóku þátt í Bandalag: Samningur milli tveggja eða fleiri ríkja um að hjálpa hvert öðru í stríði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=