Styrjaldir og kreppa

a TÍMAÁS Ágúst: Stríðið byrjar. Október/nóvember: Hermennirnir byrja að grafa sig niður í skotgrafir. Desember: Vopnahlé og sameiginlegt jólahald á mörgum vígstöðvum. Febrúar: Tyrkir koma inn í stríðið. Bretar ráðast á Tyrkland við Gallipoli. Apríl: Þjóðverjar taka að nota eiturgas. Maí: Þýskur kafbátur sökkvir enska farþegaskipinu Lusitania. Febrúar: Bardagar byrja við Verdun. Júlí: Bardagar byrja við Somme. September: Bretar fara að nota skriðdreka. Apríl: Bandaríkin segja Þjóðverjum stríð á hendur. Mars: Rússar draga sig út úr stríðinu. Nóvember: Vopnahlé. Þjóðverjar hafa tapað. Janúar: Friðarráðstefna byrjar í Versölum í Frakklandi. Júní: Þýska stjórnin undirritar friðarsamning í Versölum. 1914 1915 1916 1917 1918 1919 STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 23 Kjarni * Fyrri heimsstyrjöldin var háð á árunum 1914–18 og var umfangsmeiri en nokkurt stríð hafði verið áður. Í fyrsta skipti börðust iðnvæddar þjóðir hver við aðra og þær framleiddu óhemjumagn af vopnum og öðrum vígbúnaði. * Stríðið var að miklu leyti háð í skotgröfum og milli tíu og fimmtán milljónir hermanna voru drepnar. Mörgum fór að finnast stríðið tilgangslaust.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=