Styrjaldir og kreppa

a Hermennirnir í skotgröfunum horfðu sífellt upp á félaga sína drepna og særða og þeir vissu að þeir gætu átt von á að byssukúla eða handsprengja hitti þá sjálfa hvenær sem væri. Fyrir marga hermenn varð það of mikið sálrænt álag að sjá menn skotna í tætlur í kringum sig. Sumir gengu um eins og í leiðslu eða urðu beinlínis geðveikir. Það var kallað sprengjulost. 65.000 breskir hermenn fengu örorkubætur eftir stríðið vegna sálrænna vandamála. 22 STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 10 Teiknaðu mynd sem sýnir hvers vegna auðveldara var að verja skotgrafir en að sækja að þeim. 11 Hugsaðu þér að það sé stríð og þú hafir fengið það hlutverk að útvega hermenn. Búðu til veggspjald eða blaðaauglýsingu sem á að fá fólk til að skrá sig í herinn. Fyrst þarf að úthugsa vandlega hvaða boðskap veggspjaldið eða auglýsingin eigi að flytja og hvaða aðferðir best sé að nota. 12 Að meðaltali dóu að minnsta kosti fjórir hermenn á hverri mínútu í fyrri heimsstyrjöldinni. a Reiknaðu út hve margir dóu á klukkutíma, sólarhring og mánuði. b Búðu til veggspjald sem sýnir hve margir hermenn dóu í stríðinu. c Veldu einn af hermönnunum á myndinni efst á þessari blaðsíðu. Hvað skyldi hann vera að hugsa? Semdu ljóð sem tjáir hvernig honum líður. Heimildavinna 13 Lestu hermannavísuna efst á bls. 21. Hvernig getur þú sagt með eigin orðum hvaða boðskap hún flytur? 14 Skoðaðu veggspjaldið á bls. 18. (Daddy, what did you do in the Great War?) a Hvert er markmiðið með veggspjaldinu? b Hvaða aðferðir eru notaðar til að ná markmiðinu? Finndu svar 1 Að hvaða leyti var fyrri heimsstyrjöldin ólík fyrri styrjöldum? 2 Hvað er skotgröf? 3 Hvers vegna var auðveldara að verja skotgrafir en að vinna þær? 4 Hvers vegna fóru margir hermenn að trúa að stríðið væri tilgangslaust? 5 Hvers vegna töpuðu Þjóðverjar stríðinu? Umræðuefni 6 Hvernig eru styrjaldir háðar nú í samanburði við fyrri heimsstyrjöldina? Hvað er líkt og hvað ólíkt? 7 Hvað þarf til að þú skráir þig sem sjálfboðaliða í styrjöld? Þjálfið hugann 8 Hvaða orð á ekki heima með hinum? a Skotgröf – hríðskotabyssa – eiturgas – kjarnorkusprengja b Bandaríkin – Þýskaland – Bretland – Frakkland c Árás – matur – vopn – skotfæri Viðfangsefni 9 Hér eru nokkur orð og orðasambönd úr kaflanum: Að skrá sig – skotgröf – einskis­ mannsland – hríðskotabyssa – skrið­ dreki – skotfæri – sprengjulost Búið til sjö setningar þar sem hver inniheldur eitt af þessum orðum eða orðasamböndum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=