Styrjaldir og kreppa

a Flugvélar voru teknar í notkun í fyrri heimsstyrjöldinni. Þær voru enn þá litlar og veikbyggðar og höfðu takmarkaða þýðingu sem vopn. Samt drógu herflugmenn að sér mikla athygli. Frægastur þeirra var Þjóðverjinn Manfred von Richthofen, þekktur sem „rauði baróninn“, því að hann málaði flugvélina sína rauða. Hann var sagður hafa skotið niður 80 flugvélar áður en hann var skotinn niður sjálfur og fórst í apríl 1918. Myndin sýnir teikningu af flugvél hans, af gerðinni Fokker Dr. 1 með þrjá vængi. STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 21 Myndin sýnir einn af mörgum hermannagrafreitum í Norður-Frakklandi. Hermenn missa móðinn We’re here because we’re here because We’re here because we’re here We’re here because we’re here because We’re here because we’re here. Þessa vísu sungu breskir hermann aftur og aftur við lagið „Hin gömlu kynni gleymast ei“. Lífið í skotgröfunum og vonlausir bardagarnir á vesturvíg- stöðvunum urðu til þess að mörgum hermönnum fór að finnast stríðið til- gangslaust. Þeir fengu þá tilfinningu að þeim væri sóað eins og spilapen- ingum. Á árinu 1917 mótmælti hópur af frönskum hermönnum með því að jarma eins og sauðfé þegar þeim var skipað að ráðast á Þjóðverja í skotgröf­ um. Þeir vildu sýna að þeim fyndist þeir vera eins og dýr sem væru leidd til slátrunar. Sífellt fleiri fóru að hugsa um hver væri meiningin með stríðinu. Fyrir hverju voru þeir eiginlega að berjast? NÆRM Y N D Það gerðist hér einn mildan maímorgun hið mikla leyndarmál, sem enginn veit. Og síðan reikar sorg og angri slegin mín sál um þennan stað í hljóðri leit. Og enn er vor, með angan hvítra blóma, og ævintýraljóma um dal og fell. Og sál mín reikar ein um land hins liðna. Ó, leitið með mér! Það var ég sem féll. Við Verdun í Frakkland voru frægar vígstöðvar. Þetta er ljóðið Verdun eftir Stein Steinarr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=