Styrjaldir og kreppa

a Breskir hermenn með gasgrímur í hernaði árið 1916. Þjóðverjar tóku gas fyrst í notkun sem vopn á vesturvígstöðvunum í apríl 1915. Gasið olli því að hermennirnir köfnuðu. Síðan byrjuðu Bretar líka að nota gas og nauðsynlegt varð í báðum herjum að búa hermennina út með gasgrímur. Iðnvæðingin gerði mögulegt að framleiða meira af vopnum og skotfærum en nokkru sinni fyrr. Þegar styrjöldin braust út var verksmiðjum víða breytt svo að hægt væri að framleiða meira af vígbúnaði. Þetta átti þátt í að gera stríðið svona umfangsmikið. 20 STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin Iðnvætt stríð Fyrri heimsstyrjöldin var nútímastríð af því að þar var barist með nútíma­ vopnum, en líka af því að það var stríð milli iðnríkja. Í löndum stríðsaðila voru verksmiðjur þar sem var hægt að framleiða vopn og annan vígbúnað í miklu stærri stíl en áður. Til að halda stríðinu áfram þurfti sífellt fleiri hermenn, meiri mat, fleiri vopn, meiri skotfæri. Það sem skipti máli í fyrri heimsstyrjöldinni var ekki hvor hafði bestu eða hugrökkustu hermennina heldur hvor hafði efni á að halda stríðinu áfram lengur. Að lokum voru það bandamenn sem stóðu betur að vígi. Þjóðverjar urðu lengi að berjast samtímis við Rússa í austri og Frakka og Breta í vestri. Það krafðist margra hermanna, mikils vopnabúnaðar og ekki síst mikils matar handa öllum hermönnunum. Á árinu 1918 fóru Þjóðverjar að eiga erfitt með að framleiða nægan mat og vopnabúnað og á sama tíma komu Bandaríkin inn í stríðið af fullum krafti. Sumarið og haustið 1918 komu 300.000 óþreyttir amerískir hermenn á vesturvígstöðvarnar í hverjum mánuði. Að lokum höfðu Þjóðverjar ekki mátt til að halda stríðinu áfram og urðu að gefast upp í nóvember 1918.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=