Styrjaldir og kreppa

a Vesturvígstöðvarnar lágu í gegnum Belgíu og Frakkland. Þar börðust þýskir, breskir og franskir hermenn í fjögur ár og milljónir féllu án þess að stríðsaðilum tækist að vinna meira en lítil svæði. Á austurvígstöðvunum börðust Þjóðverjar við Rússa. Þar var víglínan ekki alveg eins kyrrstæð og margir hermenn féllu þar líka. NOREGUR SVÍÞJÓÐ BRETLANDSEYJAR ÞÝSKALAND HOLLAND BELGÍA DANMÖRK LUX FRAKKLAND SPÁNN RÚSSLAND AUSTURRÍKI- UNGVERJALAND SVISS ÍTALÍA Undir lok stríðsins tóku Bretar skriðdreka í notkun. Með þeim varð auðveldara að ráðast á hermenn í skotgröfum. STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin 19 linnulaust á þá sem gerðu árásina. Þeir sem gerðu árás urðu að hlaupa óvarðir yfir einskismannsland. Þess vegna lauk hverri árás með því að stór hluti hermannanna var skotinn. Stríðið á vesturvígstöðvunum kostaði milljónir hermanna lífið án þess að herjunum tækist að vinna meira en nokkra ferkílómetra af landi. Hvers vegna varð hernaðurinn að löngu skotgrafastríði? Það stafaði af þróun vopnanna. Varnarvopn voru svo miklu betri en sóknarvopn. Skæðasta vopnið var vélbyssa. Með henni var hægt að skjóta hratt fjölmörgum skotum sem drógu langt. Vélbyssa dugði vel til að verja skotgröf en þær voru þungar og því ekki vel fallnar til árása. Það var ekki fyrr en undir lok stríðsins sem Bretar þróuðu skriðdreka en þá mátti nota til að ráðast á skotgrafir. En það var dýrt og seinlegt að framleiða mikið af skriðdrekum svo að þeir réðu engum úrslitum í stríðinu. Skotgröf: Skurður í jörðina sem hermenn grófu og héldust við í til að koma í veg fyrir að andstæðingarnir gætu skotið þá. Einskismannsland: Svæðið á milli skotgrafa andstæðra herja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=