Styrjaldir og kreppa
a Þýskir hermenn kveðja ættingja og halda af stað með lest á vígstöðvarnar í byrjun stríðsins. Í Bretlandi var ekki herskylda svo að breski herinn varð að reiða sig á að ungir karlmenn skráðu sig sem sjálfboðaliða til hermennsku. Þetta veggspjald var búið til í átaki til að fá menn til að skrá sig. 18 STYRJALDIR OG KREPPA : Fyrsta nútímastyrjöldin Hvaða ríki tóku þátt í stríðinu? „Bandamenn“ „Miðveldin“ Bretland Þýskaland Frakkland Austurríki-Ungverjaland Rússland Tyrkland Bandaríkin (frá 1917) Ítalía (til 1915) Ítalía (frá 1915) Tilgangslaust stríð Í ágúst 1914 lögðu þúsundir af eftirvænt ingarfullum ungum mönnum af stað í járnbrautarlestum í vestur frá Berlín. Þetta voru þýskir hermenn sem áttu að berjast við Frakka og Breta. Þeir voru vissir um skjótan sigur. Keisarinn hafði sagt að þeir yrðu komnir heim aftur áður en laufið félli af trjánum. Í Bretlandi voru menn alveg eins bjartsýnir. Þegar stríðið braust út hvatti varnarmálaráðherrann, Kitchener lávarður, unga karlmenn til að skrá sig sem sjálfboðaliða í herinn. Hann vonaðist eftir að fá 100.000 sjálfboðaliða en á þremur vikum skráðu sig 500.000. Ungir Bretar vildu fara og berjast við Þjóðverja, tryggja sigur og öðlast heiður. Þeir bjuggust við að verða komnir heim fyrir jól. Þannig fór það ekki. Laufið féll af trjánum fimm ár í röð áður en styrjöldinni lauk. Og flestir hermennirnir sem lögðu af stað árið 1914 komu aldrei til baka. Þeir lágu eftir í hermannakirkjugörðum Frakklands. Skotgrafahernaður Haustið 1914 grófu hermenn beggja aðila sig niður í skotgrafir. Þær teygðu sig frá landamærum Sviss, eftir Norður- Frakklandi og Belgíu, til Ermarsunds. Þetta voru kallaðar vesturvígstöðvar. Þar lágu milljónir hermanna og skutu hver á annan í fjögur ár. Við og við ákvað annar aðilinn að gera árás. Þá stukku þúsundir hermanna upp úr gröfunum í átt að skotgröfum andstæðinganna. En það var miklu auðveldara að verja skotgrafir en að vinna þær. Þeir sem vörðust voru verndaðir af jarðvegi og sandpokum og gátu skotið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=