Styrjaldir og kreppa

a 16 TÍMI HEIMSTYRJALDA (NNA) ??????????? Fyrsta nútíma- styrjöldin Hvað dettur þér í hug þegar talað er um stríð? Fyrir 1914 hefðu margir svarað: Spenna, hetjuskapur, heiður. Fólk hefði hugsað um djarfa hermenn og spennandi orrustur þar sem sterkustu og hugrökkustu hermennirnir sigruðu. Eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem stóð yfir á árunum frá 1914 til 1918, höfðu margir fengið aðra hugmynd um hvað stríð væri. Þá fór fólk að tengja orðið stríð við óreiðu, þjáningar og tilgangslausan dauða. Fólk hugsaði um sprengjur, skriðdreka og eiturgas. Fyrri heimsstyrjöldin hefur verið kölluð fyrsta nútímastríðið. Aldrei höfðu eins margir hermenn farist í stríði. Milli tíu og fimmtán milljónir hermanna féllu og yfir tuttugu milljónir særðust. Hvers vegna varð þetta stríð svona skaðlegt? Hvers vegna féllu svona margir hermenn? Markmið * Að lýsa fyrri heimsstyrjöldinni sem meiri háttar ófriði á 20. öld og orða orsakir hennar og afleiðingar. * Leita að heimildum um fyrri heimsstyrjöldina og velja úr þeim, meta þær gagnrýnið og sýna hvernig ólíkar heimildir geta sagt söguna á ólíkan hátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=