Styrjaldir og kreppa

a 14 STYRJALDIR OG KREPPA : Titanic - samfélag í smækkaðri mynd Finndu svar 1 Hvers konar fólk var á fyrsta farrými á Titanic? 2 Hvers konar fólk ferðaðist á þriðja farrými? 3 Hvað er útflytjandi? 4 Útskýrðu muninn á yfirstétt, millistétt og lágstétt. 5 Hvað er iðnvæðing? 6 Hvers vegna hélt fólk að Titanic gæti ekki sokkið? 7 Hvað er vottarheimild? Umræðuefni 8 Hvað segir sagan af Titanic okkur um samfélagið á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld? 9 Hvers vegna heldur þú að margt fólk hafi enn áhuga á Titanic-slysinu? 10 Tilheyrir fólk enn þá ólíkum samfélagshópum? Viðfangsefni 11 Hugsaðu þér að þú sért einn af þeim sem lifðu Titanic-slysið af. Þú mátt ákveða hvort þú ert karl eða kona, barn eða fullorðin manneskja, líka hvort þú varst á fyrsta, öðru eða þriðja farrými. Skrifaðu bréf til náins vinar og lýstu slysinu eins og þú upplifðir það. 12 Notaðu töfluna á bls. 9 og reiknaðu út hve mörg prósent af farþegunum komust af, bæði af þeim sem voru á hverju farrými fyrir sig og samtals. Teiknaðu stöplarit eða einhvers konar myndrit sem sýnir hve margir fórust og hve margir lifðu af. Heimildavinna 13 Farðu inn á vefsíðuna www.encyclo­ pedia-titanica.org . a Kannaðu listann yfir farþega á þriðja farrými. (Veldu Passengers / 3rd Class Passengers). Hvaða starfshópa má finna hjá farþegum á þriðja farrými? (Skrifaðu hjá þér að minnsta kosti þrjá.) b Kannaðu listann yfir farþega á öðru farrými. (Veldu Passengers / 2nd Class Passengers.) Hvaða starfshópa er hér að finna? (Skrifaðu að minnsta kosti þrjá.) c Kannaðu listann yfir farþega á fyrsta farrými. (Veldu Passengers / 1st Class Passengers.) Hvaða starfshópa finnur þú hér? (Skrifaðu að minnsta kosti þrjá.) d Skrifaðu stuttan texta um hvers konar fólk ferðaðist á hverju farrými fyrir sig eftir því sem þú hefur komist að. Kemur það heim og saman við það sem stendur hér í námsbókinni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=