Styrjaldir og kreppa

a STYRJALDIR OG KREPPA : Titanic - samfélag í smækkaðri mynd 13 S É R S V I Ð Titanic og Ísland Kannið hvort einhverjir Íslendingar voru um borð í Titanic. Farið inn á vefsíðuna http://www.encyclopedia-titanica.org/ og sláið inn leitarorðið Iceland. Þið munuð ekki finna neinn Íslending, hins vegar Norðmann sem hafði dvalist á Íslandi í tvö ár. Hver var hann? Hvað er líklegast að Norðmaður hafi verið á gera á Íslandi á þessum árum? Notið nafnaskrár Íslandssögubóka til að finna staði í þeim þar sem Norðmenn og Noregur eru nefnd. Þið getið prófað einhverja þessara bóka: . Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson: Íslandssaga til okkar daga. Reykjavík, Sögufélag, 1991. . Helgi Skúli Kjartansson: Ísland á 20. öld. Reykjavík, Sögufélag, 2002. . Saga Íslands X. Reykjavík, Bókmenntafélag, 2009. Stéttaskipting á Íslandi Reynið að komast að því hvernig stéttaskipting var á Íslandi á þeim tíma sem er lýst á bls. 5 með Evrópu og Norður-Ameríku í huga. Í Íslandssögubókum eins og Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson finnið þið ekki í atriðisorðaskrá orð eins og yfirstétt, millistétt eða lágstétt. En þið finnið orðið stéttaskiptin, getið flett upp stöðum þar sem hún er rædd og reynt að álykta af því hverjir hafi tilheyrt þessum þremur stéttum á Íslandi. Í Sögu Íslands X er engin atriðisorðaskrá svo að þið getið ekki flett upp á hugtökum eins og stéttaskipting. En þar er kafli sem heitir „Byggðaþróun og atvinnuskipting“. Þið getið prófað að leita hann uppi eftir efnisyfirliti, lesa hann og ráða eitthvað af honum um stéttaskiptingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=