Styrjaldir og kreppa

Styrjaldir og kreppa, saga 20. aldar I, er þýðing á norskri kennslubók úr bókaflokki sem kallast Matriks á frummálinu. Hún fjallar um fyrri hluta 20. aldar, frá því að farþegaskipið Titanic sökk árið 1912 og þangað til síðari heimsstyrjöldinni lauk árið 1945. Fjallað er rækilega um heims- styrjaldirnar tvær, um vöxt verkalýðshreyfingar, byltinguna í Rússlandi og þróun Sovétríkjanna, um velmegun, framfarir og nýjan lífsstíl á þriðja áratug aldarinnar, efnahagskreppu á hinum fjórða og valdatöku nasista í Þýskalandi. Bókin er ætluð nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Bókin er í íslenskri þýðingu Gunnars Karlssonar sem frumsamdi einnig nokkra kafla um Íslands- sögu tímabilsins. Á móti er sleppt hliðstæðum köflum um Noreg. Texti bókarinnar er með fjölbreyttu sniði. Hver kafli skiptist í tvo hluta, a og b. Í a-hluta er styttri texti og fleiri myndir, en í b-hluta er farið dýpra í efnið. Í rammaklausum sem eru einkenndar sem nærmyndir og sérsvið eru reifuð einstök efnisatriði sem varpa ljósi á efni kaflans. Í lok hvers kafla er fjöldi marg- víslegra verkefna. STYRJALDIR KREPPA OG 40099

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=