Styrjaldir og kreppa
b STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 139 Kjarni * Eftir síðari heimsstyrjöldina var Þýskalandi skipt í fjögur hernámssvæði. Evrópa klofnaði líka þegar Sovétríkin komu kommúnistastjórnum til valda í flestum löndum Austur-Evrópu. Ný alheimssamtök, Sameinuðu þjóðirnar, voru stofnuð til að tryggja frið og alþjóðlegt samstarf. * Þýskir stríðsglæpamenn voru dæmdir í Nürnberg af samþjóðlegum dómstóli sigurvegaranna. Í Noregi var Quisling og 36 aðrir teknir af lífi. Allir sem höfðu verið í nasistaflokki Noregs voru dæmdir í fangelsi eða sektir. Engin hliðstæð stríðsréttarhöld voru haldin í löndum sigurvegaranna og ekki heldur í fyrrum hernumdu landi þeirra, Íslandi. Viðfangsefni 60 Notaðu leitarkerfi á netinu til að leita að orðinu stríðsglæpur eða stríðsglæpamaður. Þar má líklega finna mörg dæmi um nýleg mál þar sem menn hafa verið dæmdir fyrir stríðsglæpi. Veldu eitt mál og svaraðu þessum spurningum: a Hver var dæmdur? b Fyrir hvaða verk var hann dæmdur? c Í hvaða landi var stríðsglæpurinn framinn? d Í hvaða landi fóru réttarhöldin fram? e Hvers konar dómstóll dæmdi, innanríkisdómstóll eða alþjóðlegur? f Er eitthvað líkt með þessum réttarhöldum og þeim sem voru haldin yfir þýskum stríðsglæpamönnum í Nürnberg? 61 Engin stríðsréttarhöld voru haldin á Íslandi eftir styrjöldina. Hins vegar var stríðslokunum í Evrópu fagnað nokkuð sérkennilega í Reykjavík. Það gefur hugmynd um spennuna sem hefur ríkt milli landsmanna og herliðsins. Skrifaðu stutta ritgerð um þessa atburði. Leitaðu upplýsinga í bókum, til dæmis í Öldinni okkar 1931–1950 eða í Ísland í aldanna rás 1900–1950 (líka gefið út í einu bindi um árin 1900–2000). Þú getur líka farið inn á vefsetrið www.timarit.is og flett upp í blöðunum frá dögunum eftir stríðslok. Heimildavinna 62 Lestu það sem „Þjóðverjamellan“ skrifar á bls. 136. a Hvaða upplýsingar gefur frásögnin um hugarástand fólks í Noregi rétt eftir stríðið? b Hugsaðu þér að þú sért í strákagenginu sem réðst inn í íbúð konunnar. Segðu þína eigin sögu af því sem gerðist. Láttu koma fram í frásögninni hvers vegna þú gerðir þetta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=