Styrjaldir og kreppa

b 138 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Hver telur hvað? Í bókinni hefurðu kynnst fjórum tilbúnum persónum sem eru fulltrúar hver fyrir sína stefnu, Kötu kommúnista, Jóhanni jafnaðarmanni, Fríðu frjálslyndu og Níelsi nasista. Lestu staðhæfingarnar hér á eftir og reyndu að segja til um hver er líklegastur til að hafa sagt hvað. – Lýðræði leiðir bara til upplausnar. Landið þarf að fá sterkan leiðtoga. – Það er baráttan milli samfélagshópanna sem knýr söguna áfram. – Aríski kynstofninn hefur átt mestan þátt í framförum mannkynsins. – Frelsi einstaklingsins er mikilvægast af öllu. – Þarfir ríkisins eru mikilvægari en þarfir einstaklinganna. – Takmark sögunnar er stéttlaust samfélag, þar sem allir leggja sitt fram eftir getu og fá í sinn hlut eftir þörfum. – Niður með kapítalismann. – Það er mikilvægt að skipta verðmætum samfélagsins á réttlátan hátt. – Allt fólk hefur jafnmikið gildi. – Staður konunnar er á heimilinu. – Veikbyggt fólk hefur ekkert gildi. – Ríkið á ekki að vasast í efnahagslífinu. Látið markaðinn ráða. – Jarðeignir og verksmiðjur eiga að vera í sameign fólks. 56 Var rétt að beita dauðarefsingum á landráðamenn? Er nokkurn tímann rétt að beita dauðarefsingum? 57 Finnst þér að það hafi verið rétt að refsa norskri stúlku sem varð ástfangin af þýskum hermanni á stríðsárunum? 58 Hvað um íslenska stúlku sem var með breskum eða bandarískum hermanni á stríðsárunum? Hefði átt að refsa henni? Þjálfaðu hugann 59 Það sennilegasta: Setningarnar hér á eftir geta átt við fyrri heimsstyrjöldina, seinni heimsstyrjöldina eða báðar. Flokkaðu þær eftir því hvað er sennilegast að þær eigi við: – Að minnsta kosti jafn margir féllu af almenningi og af hermönnum. – Þjóðverjar töpuðu. – Stríðið fór að miklu leyti fram í skot­ gröfum. – Margar borgir urðu fyrir loftárásum. – Þýskir kafbátar sökktu íslenskum flutningaskipum. – Ísland var ekki orðið að sérstöku ríki en tilheyrði ríki sem var hlutlaust. – Norsk yfirvöld tóku upp skömmtun á matvörum. – Milljónir manna dóu í fangabúðum. – Bandaríkjamenn héldu sér utan við stríðið í fyrstu en komu svo inn í það. – Japanir börðust með Þjóðverjum. – Stríðið leiddi til þess að keisara­ dæmið Austurríki-Ungverjaland leystist upp. – Þýskalandi var skipt í fjögur hernáms­ svæði eftir stríðið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=