Styrjaldir og kreppa

a Heimild 2 Breska rannsóknarnefndin yfirheyrði bæði farþega og áhafnarfólk en enga farþega á þriðja farrými. Hér er útdráttur úr lokaskýrslu rannsóknarinnar: „Gefið hefur verið í skyn við rannsóknarnefndina að farþegar á þriðja farrými hafi verið meðhöndlaðir á ranglátan hátt og leiðinni að bátaþilfarinu verið lokað fyrir þeim [...] Ekkert virðist vera hæft í þessum ásökunum. Vafalaust er rétt að miklu minni hluti af farþegum þriðja farrýmis bjargaðist en af farþegum á hinum farrýmunum. En þetta stafaði af því að farþegar á þriðja farrými voru miklu tregari að yfirgefa skipið eða að skilja farangur sinn eftir, einnig af því að erfitt var að ná þeim upp úr káetum sínum sem voru langt niðri í skipinu og af öðrum svipuðum orsökum.“ 1 Urðu farþegar á þriðja farrými fyrir ranglátri meðferð? a Hvað sagði Daniel Buckley um framkomu við fólk á þriðja farrými? b Getum við treyst því sem hann sagði? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? c Hvað segir skýrsla bresku rannsóknarnefndarinnar um farþegana á þriðja farrými? d Getum við treyst skýrslunni? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? e Hvað heldur þú? Urðu farþegar á þriðja farrými fyrir ranglátri meðferð? f Geturðu ímyndað þér hvaða heimildir aðrar gætu sagt okkur eitthvað um það? 2 Er alltaf rétt að treysta vottarheimildum best? a Lestu klausuna úr bréfi Karenar Abelseth á bls. 8–9. Hvers vegna er það vottarheimild? b Hvað fórust margir samkvæmt þessari heimild? c Skoðaðu töfluna á bls. 9. Tölurnar eru sóttar í skýrslu bresku rannsóknarnefndarinnar sem rannsakaði Titanic-slysið. Nefndin hefur notað farþegalista og vitnisburði sjónarvotta til að komast að þessum tölum. Við getum því kallað töfluna sagnarheimild af því að hún byggist á upplýsingum frá öðrum. Hvað fórust margir samkvæmt þessari heimild? 12 STYRJALDIR OG KREPPA : Titanic - samfélag í smækkaðri mynd S É R S V I Ð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=