Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 137 höfðu tekið áður. Gatan var full af fólki. Við fengum ekki að hafa neitt á höfðinu. Við urðum að ganga um snoðklipptar og mér leið svo illa að ég get ekki lýst því með orðum. Á hernámstímanum og eftir hann fæddust í Noregi 10–12.000 börn sem áttu þýskan föður og norska móður. Mörg þessara barna áttu erfiða æsku. Þau voru lögð í einelti bæði af börnum og fullorðnum, líka kennurum, af því að þau voru „Þýskarakróar“. Börn foreldra sem höfðu verið í Nasjonal Samling gátu lent í þessu líka. Þessi börn þjáðust vegna stríðsins löngu eftir að því var lokið. Fullt sjálfstæði Íslands Í lok fyrri heimsstyrjaldar, árið 1918, hafði Ísland orðið fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Þá var samið um að sambandi landanna mætti slíta eftir 25 ár ef annað þeirra vildi það. Íslendingar vildu næstum allir slíta sambandinu við fyrsta tækifæri en sumum fannst óviðeigandi að gera það meðan Danmörk var hernumin af Þjóðverjum og ekki hægt að semja um málið við dönsk stjórnvöld. Það varð þó úr að Finndu svar 51 Hvað var gert við Þýskaland eftir síðari heimsstyrjöldina? 52 Hvað er átt við þegar sagt er að Evrópa hafi verið klofin? 53 Hvaða mikilvæga meginregla var sett við réttarhöldin í Nürnberg? 54 Hvaða fólk var dæmt til refsingar í stríðsréttarhöldunum í Noregi? Umræðuefni 55 Margir sem voru ákærðir fyrir stríðsglæpi eftir heimsstyrjöldina héldu fram sakleysi sínu af því að þeir hefðu aðeins hlýtt skipunum yfirmanna sinna. Hvað finnst þér um þessa afsökun? Ef hermaður fær skipun um að drepa varnarlausan almenning, er hann þá saklaus ef hann gerir bara það sem honum hefur verið skipað að gera? Íslendingar samþykktu sambandsslit í þjóðaratkvæðagreiðslu með 97% greiddra atkvæða. Sambandinu var svo slitið og kosinn forseti í stað konungs á fundi Alþingis á Þingvöllum 17. júní 1944. Eftir að stríðinu lauk vildu Bandaríkjamenn hafa herlið á Íslandi áfram en því var neitað. Síðustu hermennirnir fóru úr landi á árinu 1947, en Bandaríkjamenn höfðu framvegis starfslið á Keflavíkurflugvelli til að þjóna amerískum flugvélum sem millilentu þar á leið til herliðs þeirra í Evrópu. Hinn 17. júní 1944 var haldin mikil hátíð á Þingvöllum. Þar hélt Alþingi fund á Lögbergi, stofnaði lýðveldi og kaus forseta. Á myndinni sést forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Sveinsson, lýsa yfir stofnun lýðveldis. Nýkjörinn forseti, Sveinn Björnsson, situr lengst til hægri og skýlir sér með regnhlíf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=