Styrjaldir og kreppa

b 134 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Kjarni * Mörg lönd sem höfðu verið hlutlaus í átökum stórveldanna voru hernumin í stríðinu. Þeirra á meðal voru Noregur og Ísland. Þjóðverjar hernámu Noreg en Bretar Ísland. Því er hægt að nota þessi lönd til að bera saman ólíka reynslu íbúa í hernumdu landi. * Í Noregi var mikill vöruskortur. Þar var frelsi fólks líka skert verulega með strangri ritskoðun og margvíslegu eftirliti. Á Íslandi voru stríðsárin blómatími í efnahagslífi með mikilli atvinnu og hækkandi verði á íslenskum fiskafurðum erlendis. Oftast var tjáningarfrelsi Íslendinga virt. Þó var dagblað sósíalista bannað vorið 1941 og ritstjórn þess sett í fangelsi í Bretlandi. Þeir sem voru grunaðir um njósnir fyrir Þjóðverja gátu líka fengið meðferð sem þætti ekki sæmandi í réttarríki á friðartímum. * Í Noregi varð nokkur hópur manna nasistar og gekk jafnvel í her Þjóðverja á austurvígstöðvunum. Hins vegar var þar líka leynileg andspyrnuhreyfing sem skipulagði skemmdarverk. * Á Íslandi bar hvorki mikið á virkum stuðningi né virkri andstöðu við hernámsliðið. Samband hermanna við íslenskar stúlkur var helsta áhyggjuefni landsmanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=