Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 133 Finndu svar 37 Hvað merkir það að land sé hernumið? 38 Hvers vegna var Noregur hernuminn? 39 Til hvers er skömmtunarseðill notaður? 40 Nefndu tvennt sem var bannað að gera í Noregi á hernámsárunum. 41 Nefndu tvennt sem hernámsliðið á Íslandi gerði án þess að það væri leyfilegt samkvæmt íslenskum lögum eða að íslensk yfirvöld leyfðu það. 42 Við erum viss um að Bretar hafi hernumið Ísland en komu Bandaríkjahers árið eftir köllum við ekki hernám. Hver er munurinn? 43 Hvaða áhrif hafði hernám Íslands á efnahagslíf í landinu? Umræðuefni 44 Hugsaðu þér að þú eigir heima í Noregi á stríðsárunum. Dag nokkurn færðu tilboð um að taka þátt í að gefa út blað í óleyfi hernámsliðsins. Hverjir væru kostir og gallar þess að taka tilboðinu? Hefðir þú tekið því? 45 Hefðu Íslendingar átt að taka tilboði Breta um að taka að sér varnir landsins í apríl 1940 eða var betra að bíða eftir að þeir hernæmu landið? Viðfangsefni 46 Á hernámsárunum bjuggu um þrjár milljónir manna í Noregi. Af þeim voru 55.000 félagar í Nasjonal Samling. Reiknaðu út hvað flokksfélagar voru mörg prósent landsmanna. 47 Á Íslandi áttu heima um 120.000 manns í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Gerum ráð fyrir að fólki í landinu hafi fjölgað um 45.000 við hersetuna, eftir að Bandaríkjamenn komu með her í landið (að Bretum hafi fækkað um leið niður í óverulegan fjölda). Um hve mörg prósent fjölgaði fólki í landinu? 48 Hver var einkum munurinn á hernámi Þjóðverja í Noregi og hernámi Breta á Íslandi? a Skiptið ykkur í hópa, tvö til fjögur í hverjum. b Skrifið lista yfir það sem þið haldið að hafi verið ólíkt með hernámi þessara tveggja landa. c Blandið ykkur í aðra hópa og berið saman lista ykkar. d Ræðið málið saman og endurskrifið lista ykkar eins og þið haldið að þeir séu réttastir. 49 Af hverju stafaði munurinn á hernámi Íslands og Noregs? Ræðið málið í litlum hópum eða í bekknum í heild. Þjálfið hugann 50 Hvaða orð eiga ekki heima með hinum? a Hernám – frelsi – handtökur – aftökur b Noregur – Bretar – Bandaríkjamenn – Ísland

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=