Styrjaldir og kreppa
b 132 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla innlendum heimildum um mannskaða og gögnum styrjaldarþjóðanna um skiptapa og árásir á skip er staðfest að 150 Íslendingar hafi látist heima og erlendis af beinum hernaðarvöldum svo víst verði talið. Íslenskur stríðsbrandari Á dansleik í Reykjavík var mikil þröng og hermaður steig óvart ofan á tá íslenskrar stúlku. Hann sagði afsakandi: „Sorry.“ Stúlkan leit brosandi á dátann og svaraði: „Rósa“. Ástandið Árið 1941 skrifaði landlæknir dómsmála ráðuneytinu bréf þar sem hann varaði við „ástandinu“ og sagði meðal annars: Ef lögreglan hefur nokkurn veginn rétt fyrir sér er framferði stúlkubarna hér í bænum þannig að Reykjavík má heita ein uppeldisstöð fyrir skækjur, stórum líklegri til áhrifa á framtíðarkonur höfuðstaðarins en allar kirkjur og skólar hans samanlagðar. [...] Hér virðist vera komið í það óefni að vettlingatök komi ekki að haldi. [...] „Vandræðin“ virðast hafa gripið svo um sig að full ástæða væri til að flytja öll stúlkubörn 12–16 ára fyrst um sinn burt úr bænum og ráðstafa þeim við góð uppeldisskilyrði utan bæjar þar sem ekkert setulið er. Þetta var raunar ekki gert en hæli fyrir ungar stúlkur sem þóttu hafa lent illa í ástandinu var starfrækt á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði 1942–43. Þá var það lagt niður og smám saman virðast áhyggjur manna af vandamálinu hafa dvínað. NÆRM Y N D matvæli gera ævinlega á stríðstímum. Stundum var skortur á einstökum vörutegundum vegna stríðsins en í heild voru stríðsárin blómatími í efnahag þjóðarinnar. Oftast voru samskipti landsmanna og hersins friðsamleg. Einstöku sinnum kom fyrir að hermenn gripu til byssunnar að óþörfu ef þeim þóttu landsmenn sýna óhlýðni. Sorglegt dæmi um þetta er þegar tólf ára drengur fór í leyfisleysi upp í bíl sem hermaður gætti, var rekinn út úr honum, fór upp í hann aftur og var þá skotinn til bana. Rannsókn leiddi í ljós að hermaðurinn sem skaut var veikur á geði. Mestar áhyggjur höfðu Íslendingar af samböndum hermanna og íslenskra stúlkna. Í landinu voru skyndilega staddir tugir þúsunda af ungum karlmönnum sem leituðu auðvitað kynna við hitt kynið. Og þeir orkuðu spennandi á margar ungar stúlkur. Oft var haft á orði að þeir væru kurteisari við kvenfólk en íslenskir karlmenn. Sambönd hermanna við íslenskt kvenfólk voru kölluð „ástandið“ og nefnd þriggja karlmanna sem var skipuð til að kanna þau var kölluð ástandsnefnd. Síðar hefur því stundum verið haldið fram að áhyggjur manna af ástandinu hafi aðallega stafað af afbrýðisemi íslenskra karlmanna sem sáu stúlkur taka hermenn fram yfir þá sjálfa. Þetta höfðu verið eðlileg ástarsambönd ungs fólks og iðulega endað í farsælum hjónaböndum. Rétt er að sum sambönd voru þannig en ekki öll. Það kom til dæmis líka fyrir að hermenn notuðu áfengi til að tæla barnungar stúlkur. Þótt Íslendingar tækju ekki þátt í styrjöldinni fór þjóðin ekki varhluta af afleiðingum hennar. Samkvæmt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=