Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 131 annars til Spánar, þar sem Franco réð ríkjum. Stjórn hans var í vináttu við Hitler, þótt Spánn væri að nafninu til hlutlaus í stríðinu. Eitt sinn þegar skipið var að leggja af stað til Íslands neyddu Þjóðverjar yfirmenn þess til að taka við loftskeytatækjum og lofa að senda þeim veðurfréttir á leiðinni. Annars var hótað að skipið yrði sprengt í kaf. Engum veðurfréttum var útvarpað í stríðinu en mikilvægt var vegna sjóhernaðar að fá upplýsingar um veður. Á leiðinni sendu skipverjar á Arctic Þjóðverjum sjö sinnum veðurskeyti. Bretum tókst að miða út hvaðan þau komu. Þeir handtóku því skipverja og héldu þeim lengi í fangelsum, bæði í fangabúðum sínum á Kirkjusandi í Reykjavík og í London. Reynt var að pína út úr skipverjum meiri upplýsingar en þeir gátu gefið og var þeim misþyrmt í því skyni svo að verulega sá á þeim. Ekki voru þeir dæmdir til refsingar en einn tók dauðann fram yfir fangavistina og svipti sig lífi á leið til Bretlands. Myrkvun var aldrei fyrirskipuð á Íslandi eins og í Noregi. En fólk gat átt von á rannsókn ef það fiktaði við að kveikja og slökkva ljós í sífellu af því að Bretar héldu að þá væri ef til vill verið að senda þýskum skipum eða flugvélum leynileg skeyti á morsstafrófi. Bandaríkjamenn koma til sögunnar Fljótlega kom að því að Bretar þættust hafa annað að gera við herstyrk sinn en að láta hann verja land norður í Atlantshafi sem andstæðingar þeirra höfðu sýnt lítinn áhuga. Þess vegna varð það úr að Íslendingar sömdu við Bandaríkjamenn um að taka að sér varnir Íslands. Bandaríkjamenn byrjuðu að landa herliði hér 7. júlí 1941 og fluttu hingað samtals um 45.000 hermenn. Þá voru Bandaríkin enn ekki farin að taka þátt í stríðinu og var yfirtaka þeirra á vörnum Íslands líklega augljósasta hlutleysisbrot þeirra fram að þeim tíma. Um leið og Kanar komu drógu Bretar úr herstyrk sínum en hurfu þó ekki úr landi fyrr en eftir stríðslok. Sambúðin við herinn Kreppan mikla hafði borist til Íslands árið 1931 og harðnaði þegar saltfiskmarkaðir lokuðust á Spáni í borgarastyrjöldinni þar 1936–39. Hér var því talsvert atvinnuleysi fram á árið 1940. En þá hvarf það gersamlega og breyttist í skort á vinnuafli. Herliðið þurfti mikinn vinnukraft til að reisa bragga, leggja vegi og flugvelli. Helsta útflutningsvara Íslendinga var fiskur og hann margfaldaðist í verði eins og Bandarískir liðsforingjar og íslenskar blómarósir við anddyri Hótels Borgar. Borgin var veitinga- og samkomustaður Íslendinga og liðsforingja á stríðsárunum. Yfirstjórn breska hersins hafði þar aðsetur á fyrstu vikum hernámsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=