Styrjaldir og kreppa

b 130 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Breskir hermenn á Torfunefsbryggju á Akureyri flytja farangur úr skipi. Völd Breta á Íslandi Með herliðinu kom nýr sendiherra Breta. Hann gekk á fund ríkisstjórnar­ innar og gerði henni grein fyrir hernáminu. Ríkisstjórnin mótmælti því í orði en hafði í verki vinsamleg samskipti við herliðið. Um kvöldið flutti forsætisráðherra, Hermann Jónasson, ávarp í útvarp þar sem hann bað landsmenn að líta á hermennina sem gesti og sýna þeim gestrisni. Bretar lofuðu að skipta sér ekki af stjórn landsins. Það gerðu þeir þó óhjákvæmilega. Þeir lögðu undir sig nokkrar byggingar í Reykjavík, meðal annars Hótel Borg við Austurvöll sem þeir gerðu að aðalstöðvum sínum í fyrstu. Annars höfðust þeir aðallega við í bárujárnsbröggum sem þeir settu upp hér og þar um bæinn og í nágrannabyggðum. Þar var stærsti hlutinn af 25.000 manna her Breta en litlum hersveitum var dreift víðs vegar um landið. Bretar handtóku allmarga Þjóðverja sem hér dvöldu og einstaka íslenska menn sem þeir töldu geta skapað upplausn og glundroða meðal landsmanna eða hermanna eða grunuðu um njósnir fyrir Þjóðverja. Á þessum árum gáfu íslenskir sósíalistar út dagblaðið Þjóðviljann sem studdi Sovétríkin. Breska hernámsstjórnin bannaði blaðið og lét flytja tvo ritstjóra þess og einn blaðamann í fangelsi í London. Þar sátu þeir inni í þrjá mánuði. Þjóðverjar réðust á Sovétríkin sumarið 1941 og breyttist þá tónninn í sósíalistum gagnvart Bretum. Fangarnir og sósíalistar fengu þá aftur að gefa út málgagn sitt. Á stríðsárunum var íslenskt flutningaskip, Arctic, í siglingum með fisk til útflutnings og sigldi meðal

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=