Styrjaldir og kreppa

b 128 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Í Narvík á vestur­ strönd Noregs börðust norskir, breskir, franskir og pólskir hermenn af hörku við Þjóðverja. En þegar útlendu sveitirnar hættu að berjast þar urðu Norðmenn að láta undan. Bardagarnir leiddu til gífurlegrar eyðileggingar. Alls voru 165 hús lögð gersamlega í rúst. betur en fólk á flestum öðrum hernámssvæðum, enda töldu þeir að Norðmenn tilheyrðu hinum aríska kynþætti. vinna stríðið og því væri nauðsynlegt fyrir Norðmenn að halda sem bestu sambandi við þá. Sumum fannst nasismi líka góð stefna. Yfir 5.000 Norðmenn létu skrá sig í þýska herinn til að berjast á austurvígstöðvunum við Rússa. Aftur á móti stofnuðu aðrir Norðmenn leynilega andspyrnu­ hreyf­ingu. Hún stundaði einkum skemmdarverk á mannvirkjum sem voru mikilvæg fyrir hernámsliðið, svo sem á járnbrautum. Hernámsliðið lagði kapp á að finna andspyrnufólk og setti það í fangabúðir á stað sem heitir Grini. Um 30.000 Norðmenn voru handteknir. Sumir voru fangelsaðar, sumir pyntaðar og 366 manns voru teknir af lífi. Þó meðhöndluðu Þjóðverjar Norðmenn Skólinn á hernámsárunum Á hernámsárunum tóku Þjóðverjar marga skóla í Noregi og breyttu þeim í hermannaíbúðir. Það var til þess að margir nemendur misstu af skólagöngu. Til þess að þeir fengju samt kennslu voru meðal annars einkaheimili og kirkjur notaðar sem skólastofur. Í skólum sem voru enn þá opnir heimtuðu Þjóðverjar að kennararnir væru félagar í kennarafélagi nasista. Flestir kennarar neituðu og fyrir það voru margir þeirra fangelsaðir. NÆRM Y N D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=